Prentað þann 22. apríl 2025
413/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 766/2019, um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu.
1. gr.
Við 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samstæðufélag getur ekki talist vera móðurfélag innan heildarsamstæðu ef annað samstæðufélag fer með bein eða óbein yfirráð yfir því.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. mgr. 91. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 24. mars 2022.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Vilmar Freyr Sævarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.