Prentað þann 26. des. 2024
402/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 1277/2016.
1. gr.
Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 25. gr. a. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er leyfisveitanda í slíkum tilvikum jafnframt heimilt að gefa út rekstrarleyfi.
2. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og fellur úr gildi 1. janúar 2023.
Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 31. mars 2022.
F. h. r.
Sigrún Brynja Einarsdóttir.
Heimir Skarphéðinsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.