Fara beint í efnið

Prentað þann 28. jan. 2022

Breytingareglugerð

394/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016, um húsnæðisbætur, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðsins "Íbúðalánasjóður" í 2. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

2. gr.

3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Rafrænar umsóknir skulu berast í gegnum vefgátt á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en umsóknir á pappír skulu berast til skrifstofu stofnunarinnar.

3. gr.

2. mgr. 22. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ofgreiddar bætur sem nema 12.000 kr. eða lægri fjárhæð á almanaksári samkvæmt endurreikningi, sbr. 25. gr. laga um húsnæðisbætur, skulu ekki innheimtar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 13. gr., 6. mgr. 26. gr., 1., 2. og 10. tölul. 1. mgr. 30. gr. laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, öðlast gildi 1. maí 2020.

Félagsmálaráðuneytinu, 28. apríl 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Gissur Pétursson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.