Prentað þann 6. jan. 2025
391/2013
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði.
1. gr.
Við 15. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Heilbrigðisnefnd skal auglýsa drög að aðgerðaráætlun í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana.
2. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/35/EB frá 26. maí 2003 um þátttöku almennings, að því er varðar gerð tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana um umhverfið, og um breytingu á tilskipunum ráðsins 85/337/EBE og 96/61/EB með tilliti til þátttöku almennings og aðgangs að réttarkerfinu, sem vísað er til í lið 1k 1. kafla XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2012 frá 10. febrúar 2012.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. apríl 2013.
F. h. r.
Stefán Thors.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.