Prentað þann 21. nóv. 2024
387/2015
Reglugerð um tilnefningu yfirlækna heilsugæslustöðva til að sinna sóttvörnum.
1. gr.
Ráðherra tilnefnir yfirlækna heilsugæslustöðva samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis sem skulu vera ábyrgir fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi undir stjórn sóttvarnalæknis. Tilnefna má fleiri en einn yfirlækni í hverju sóttvarnaumdæmi.
2. gr.
Eftirfarandi landshlutar eru sóttvarnaumdæmi:
Höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og fyrrum sveitarfélagið Þingvallasveit).
Vesturland (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Húnaþing vestra).
Vestfirðir (Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur).
Norðurland (Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstaður, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð að frátöldum fyrrum Skeggjastaðahreppi).
Austurland (Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og fyrrum Skeggjastaðahreppur).
Suðurland (Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit, Hrunamannahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær).
Suðurnes (Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar).
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 834/2007, um tilnefningu yfirlækna til að sinna sóttvörnum.
Velferðarráðuneytinu, 13. apríl 2015.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.