Prentað þann 24. apríl 2025
375/1995
Reglugerð um endurgreiðslu vegna kaupa á ökumælum.
1. gr.
Heimilt er, að uppfylltum skilyrðum reglugerðar þessarar, að endurgreiða útlagðan kostnað vegna kaupa eða nauðsynlegrar endurnýjunar á ökumælum í bifreiðar sem nota annan orkugjafa en bensín og eru 4 000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd.
2. gr.
Endurgreiðsla ökumæla samkvæmt 1. gr. skal vera sem hér segir:
- Þeir sem kaupa mæla frá 1. júlí 1995 til 31. ágúst 1995 fá endurgreiddan 1/4 hluta.
- Þeir sem kaupa mæla frá 1. september 1995 til 31. október 1995 fá endurgreidda 2/4 hluta.
Endurgreiðsla skal að hámarki nema 7 500 kr. samkvæmt a-lið, 15 000 kr. samkvæmt b-lið.
3. gr.
Umsókn um endurgreiðslu skal fylgja afrit fullnægjandi reiknings frá verkstæði, sem ráðuneytið hefur viðurkennt til að setja ökumæla í bifreiðar, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 62/1977, um ökumæla.
4. gr.
Umsókn um endurgreiðslu skal beint til tollstjóra í því umdæmi sem skráður eigandi bifreiðar á lögheimili og annast hann endurgreiðsluna.
Einungis skráður eigandi bifreiðar á rétt á endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari.
5. gr.
Eigi skal endurgreiða útlagðan kostnað vegna kaupa og ísetningar á ökuritum er notaðir eru sem þungaskattsmælar. Undantekning þessi tekur til þeirra ökutækja sem skylt er að nota ökurita samkvæmt reglugerð nr. 136/1995, um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Eigendur ökutækja sem skylt er að nota ökurita samkvæmt reglugerð nr. 136/1995 fá ekki endurgreiddan útlagðan kostnað vegna kaupa og ísetningu á öðrum ökumælum.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í ákvæði til bráðabirgða í lögum um fjáröflun til vegagerðar nr. 3/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 59/1994, öðlast þegar gildi.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.