Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

358/2019

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1276/2014 um velferð svína.

1. gr.

1. liður í A. kafla í viðauka II við reglugerðina verður svohljóðandi:

1. Fráfæru-, eldis- og sláturgrísir í hópum:

Lífþungi kg Lágmarksgólfrými m²/grís Lágmarkslegurými m²/grís
Að 10 0,15 0,10
11-20 0,20 0,13
21-30 0,30 0,20
31-50 0,40 0,27
51-85 0,55 0,37
86-110 0,65 0,43
> 110 1,00 0,67

2. gr.

1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða verður svohljóðandi: Matvælastofnun getur veitt framleiðanda frest til aðlögunar að skilyrðum 2. mgr. 7. gr. og 2. og 7. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar ef aðstæður eru þannig að kostnaðarsamt er fyrir viðkomandi framleiðanda að uppfylla kröfur reglugerðarinnar. Matvælastofnun skal ekki veita lengri fresti en til 1. janúar 2025.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/2013, um velferð dýra og lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. mars 2019.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.