Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 12. júlí 2025

Stofnreglugerð

352/2025

Reglugerð um gildistöku og breytingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2024 frá 1. október 2019 um kröfur varðandi visthönnun kælitækja sem eru notuð við beina sölu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB.

1. gr.

Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 6x í kafla IV í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam¬eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 154/2023 frá 13. júní 2023, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2024 frá 1. október 2019 um kröfur varðandi visthönnun kælitækja sem eru notuð við beina sölu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB.

Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 6s í kafla IV í II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam¬eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 154/2023 frá 13. júní 2023, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/341 frá 23. febrúar 2021, um breytingu á reglugerðum (ESB) 2019/424, (ESB) 2019/1781, (ESB) 2019/2019, (ESB) 2019/2020, (ESB) 2019/2021, (ESB) 2019/2022, (ESB) 2019/2023 og (ESB) 2019/2024 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun netþjóna og gagnageymsluvara, rafmagnshreyfla og snúningshraðastýringa, kælitækja, ljósgjafa og aðskilins stýribúnaðar, rafeindaskjáa, uppþvottavéla til heimilisnota, þvottavéla til heimilisnota og þvottavéla með þurrkara til heimilisnota og kælitækja sem eru notuð við beina sölu.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2024 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63/2023, 7. september 2023, bls. 275-296.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/341 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63/2023, 7. september 2023, bls. 297-337.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 154/2023 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 87/2023, 30. nóvember 2023, bls. 18.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr. laga nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem tengist orkunotkun, öðlast þegar gildi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 13. mars 2025.

F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,

Stefán Guðmundsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.