Fara beint í efnið

Prentað þann 4. des. 2024

Breytingareglugerð

335/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um för yfir landamæri, nr. 866/2017.

1. gr.

Í stað málsliðarins "Afgreiðslutími á Keflavíkurflugvelli er allan sólarhringinn en á öðrum landamærastöðvum fer afgreiðslutími eftir beiðni" í viðauka 1 kemur:

Afgreiðslutími á Keflavíkurflugvelli er allan sólarhringinn en á öðrum flugvöllum fer afgreiðslutími eftir beiðni. Afgreiðslutími við hafnir er á milli 07.00 - 23.00 alla daga nema annað sé ákveðið af hálfu viðkomandi lögreglustjóra.

2. gr.

Við 3. tölul. í viðauka 3 bætist eftirfarandi:

Ísrael: Travel Document in lieu of National Passport.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 18. gr. útlendingalaga nr. 80/2016 og a-, c- og d-lið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 136/2022 um landamæri. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 13. febrúar 2024.

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.