Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

334/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 183/2020, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðarinnar "340.000 kr." kemur: 355.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar "7.700.000 kr." kemur: 8.200.000 kr.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðarinnar "6.957.000 kr." í 1. mgr. kemur: 7.696.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar "9.740.000 kr." í 1. mgr. kemur: 10.775.000 kr.
  3. Í stað fjárhæðarinnar "1.739.000 kr." í 1. mgr. kemur: 1.924.000 kr.
  4. Í stað fjárhæðarinnar "7.509.000 kr." í 2. mgr. kemur: 8.307.000 kr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Um er að ræða sölu íbúðar til húsnæðissjálfseignarstofnunar eða annars aðila sem uppfyllir skilyrði til þess að fá stofnframlög skv. 4. gr.
  2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Ef aðstæður eru með þeim hætti sem lýst er í 2. tölul., er heimild til sölu íbúðar bundin því skilyrði að íbúðin verði áfram ætluð til notkunar sem almenn íbúð og að kaupandi taki yfir réttindi og skyldur samkvæmt samningi um stofnframlag við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og viðkomandi sveitarfélag. Við kaupin er heimilt að endurfjármagna áhvílandi lán enda haldist veðhlutfall óbreytt eða lækki miðað við veðhlutfall á kaupsamningsdegi.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur hvort söluverð íbúðar sé eðlilegt með hliðsjón af upphaflegu stofnvirði íbúðar og áhvílandi skuldbindingum og er heimilt að kalla eftir frekari upplýsingum og gögnum frá umsækjanda telji stofnunin þörf á.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 8. mgr. 10. gr., 10. mgr. 11. gr., 9. mgr. 16. gr. og 1. mgr. 27. gr. laga um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 20. mars 2023.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.