Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 7. maí 2008 – 13. maí 2009 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 7. maí 2008 af rg.nr. 416/2008

331/2000

Reglugerð um vörugjald af ökutækjum.

I. KAFLI. Almenn ákvæði.

1. gr.

Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af ökutækjum, sem skráningarskyld eru samkvæmt umferðarlögum, nr. 50/1987, ökutækjahlutum og öðrum vörum, eftir því sem kveðið er á um í reglugerð þessari, sbr. 87. kafla viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með síðari breytingum.

2. gr.

Gjaldskylda skv. 1. gr. nær til allra vara, sbr. II. kafla, nýrra sem notaðra, sem fluttar eru til landsins, framleiddar eru eða unnið er að hér á landi. Vörur sem seldar eru úr landi eru þó ekki gjaldskyldar.

Gjaldskylda vegna aðvinnslu að ökutækjum, sem leiðir til hækkunar á gjaldflokki, sbr. 3. og 4. gr., varir í fimm ár frá nýskráningardegi.

Við flokkun vara til gjaldskyldu skal fylgt flokkunarreglum tollalaga. Ákvæði laganna gilda jafnframt um úrskurðarvald í ágreiningsmálum um tollflokkun vara.

II. KAFLI. Gjaldskyld ökutæki og aðrar vörur, gjaldflokkar.

3. gr.

Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr., skal lagt vörugjald í eftirfarandi tveimur gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar, mælt í rúmsentimetrum:

Gjaldflokkur Sprengirými aflvélar Gjald í %
I 0-2.000 30
II Yfir 2.000 45

4. gr.

Vörugjald af eftirtöldum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum skal vera sem hér segir:

1. Undanþegin vörugjaldi:

a. Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem eru aðallega ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni.

b. Dráttarbifreiðar að heildarþyngd 4 tonn eða meira sem gerðar eru til nota utan þjóðvega.

c. Snjóplógar.

d. Ökutæki sem eingöngu eru knúin rafmagni eða vetni.

e. Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota.

f. Beltabifreiðar (snjóbílar), yfir 700 kg að eigin þyngd, sérstaklega ætlaðar til aksturs í snjó.

g. Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög.

h. Eftirtalin ökutæki, enda séu þau yfir 5 tonn að heildarþyngd:

i) Dráttarbifreiðar fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki.

ii) Ökutæki sem eru aðallega ætluð til vöruflutninga.

iii) Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga.

iv) Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar, kranabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein.

2. 10% vörugjald: Dráttarvélar.

3. 13% vörugjald:

a. Kranabifreiðar og borkranabifreiðar sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd.
b. Grindur með hreyfli fyrir vélknúin ökutæki.
c. Yfirbyggingar, þar með talin ökumannshús fyrir vélknúin ökutæki.
d. Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd, aðrir tengi- og festivagnar.
e. Dráttarbifreiðar fyrir festivagna sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
f. Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
g. Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
h. Fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki 40 ára og eldri.

5. 30% vörugjald:

a. Hópferðabifreiðar sem skráðar eru fyrir 10-17 manns að meðtöldum ökumanni.

b. Bifhjól (þar með talin stigin bifhjól) og reiðhjól með hjálparvél.

c. Beltabifhjól (vélsleðar).

d. Fjórhjól.

e. Önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega talin upp í þessum kafla.

III. KAFLI Vörugjald af innflutningi. Gjaldskyldir aðilar.

5. gr.

Skylda til að greiða vörugjald af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum hvílir á innflytjanda.

6. gr. Gjaldstofn.

Gjaldstofn vörugjalds af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum er tollverð þeirra eins og það er ákveðið skv. 8.-12. gr. tollalaga, að viðbættum tollum eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt þeim lögum.

7. gr. Álagning og greiðslufrestur.

Vörugjald af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum skal lagt á og innheimt við tollafgreiðslu. Að ósk innflytjanda skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldum ökutækjum þar til þau eru skráð samkvæmt umferðarlögum, þó ekki lengur en í tólf mánuði frá tollafgreiðsludegi.

Ef innflytjandi stundar innflutning á ökutækjum í atvinnuskyni og er jafnframt leyfishafi skv. reglugerð nr. 722/1997, um SMT-tollafgreiðslu, skal hann, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., gera upp vörugjald miðað við eins mánaðar uppgjörstímabil. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldri bifreið þess sem flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu, í allt að einn mánuð frá komudegi flutningsfars til landsins. Það er skilyrði að innflytjandi flytji bifreiðina til landsins eigi síðar en einum mánuði frá komu hans sjálfs til landsins.

IV. KAFLI. Vörugjald af innlendri framleiðslu og aðvinnslu. Gjaldskyldir aðilar.

8. gr.

Gjaldskyldir vegna innlendrar framleiðslu og aðvinnslu eru:

1. Aðilar sem í atvinnuskyni vinna að eða framleiða hér á landi gjaldskyldar vörur. Aðvinnsla eða framleiðsla vegna eigin nota þessara aðila er einnig gjaldskyld.

2. Aðrir aðilar sem vinna að eða framleiða hér á landi gjaldskyldar vörur til eigin nota.

3. Eigendur ökutækja ef ökutæki þeirra hækka um gjaldflokk við aðvinnslu fyrir nýskráningu eða við breytingu innan fimm ára frá nýskráningardegi.

Gjaldskyldir aðilar skv. 1. tölul. 1. mgr. skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna, í því formi sem ríkistollstjóri ákveður, um starfsemi til tollstjóra þar sem þeir eru heimilisfastir. Tilkynna skal um breytingu á starfsemi innan 15 daga frá því að hún á sér stað.

9. gr. Gjaldstofn vegna framleiðslu eða aðvinnslu innanlands.

Gjaldstofn aðvinnsluvörugjalds vegna ökutækja sem framleidd eru eða sett saman hér á landi áður en þau eru nýskráð er verksmiðjuverð þeirra, þ.e. söluverð frá framleiðanda án vörugjalds til óháðs aðila, sbr. 8. gr. tollalaga.

Gjaldstofn aðvinnsluvörugjalds vegna ökutækja eða ökutækjahluta sem hljóta aðvinnslu hér á landi er allur aðvinnslukostnaður, svo sem kostnaður vegna efnivöru, launakostnaður og annar kostnaður sem fellur til við aðvinnslu að meðtalinni álagningu aðvinnsluaðila.

10. gr.

Gjaldstofn viðbótarvörugjalds ökutækja sem vegna aðvinnslu fyrir nýskráningu flokkast í annan gjaldflokk en við tollafgreiðslu er upphaflegt tollverð.

Gjaldstofn viðbótarvörugjalds ökutækja sem vegna aðvinnslu eftir nýskráningu og innan fimm ára frá nýskráningardegi flokkast í hærri gjaldflokk er tollverð þegar það hefur verið framreiknað og afskrifað, að viðbættri þeirri verðmætaaukningu sem veldur gjaldflokkshækkun. Tollverð skv. 1. málsl. skal taka breytingum samkvæmt gildandi lánskjaravísitölu við nýskráningu annars vegar og hins vegar að lokinni þeirri breytingu sem leiðir til breytingar á gjaldflokki ökutækis. Um afskrift tollverðs gilda ákvæði 21. gr. reglugerðar nr. 374/1995, um tollverð og tollverðsákvörðun.

11. gr. Upplýsingaskylda, skýrsluskil, bókhald og reikningsútgáfa.

Aðilar sem framleiða eða vinna að gjaldskyldum vörum skulu ótilkvaddir skila upplýsingum til tollstjóra í því formi sem ríkistollstjóri ákveður.

Aðilar sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga skila vörugjaldsskýrslu fyrir hvert uppgjörstímabil. Þeir skulu að auki skila upplýsingum um hvernig gjaldstofn og gjald sundurliðast eftir ökutækjum.

Skila skal til tollstjóra sérstakri skýrslu um hvert ökutæki sem framleitt er eða hlýtur gjaldskylda aðvinnslu hér á landi innan viku frá sölu eða afhendingu þess og eigi síðar en fimm dögum fyrir nýskráningu, sé um óskráð ökutæki að ræða. Skýrslan skal undirrituð af aðvinnslu- eða framleiðsluaðila og eiganda ökutækis. Skýrsluskil aðila sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 8. gr. eru lokaskil hans til tollstjóra sem leggur skýrsluna til grundvallar álagningu.

12. gr. Álagning og greiðslufrestur vegna framleiðslu og aðvinnslu innanlands.

Vörugjald af innlendum framleiðsluvörum eða vörum sem hlotið hafa aðvinnslu hér á landi, aðvinnsluvörugjald, reiknast við sölu eða afhendingu gjaldskyldrar vöru og þjónustu frá aðvinnsluaðila eða framleiðanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla kaupanda fer fram.

Viðbótarvörugjald vegna hækkunar á gjaldflokki ökutækja við aðvinnslu, innan fimm ára frá nýskráningardegi, er reiknað og lagt á af tollstjóra samkvæmt sérstakri skýrslu, sbr. 3. mgr. 11. gr.

Gjaldanda er heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu skv. 1. og 2. mgr. það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu eða aðvinnslu á viðkomandi uppgjörstímabili.

Hvert uppgjörstímabil vegna gjaldskyldrar innlendrar framleiðslu og aðvinnslu er tveir mánuðir: janúar og febrúar o.s.frv. Gjalddagi er fimmtándi dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Vörugjaldi skal skila eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir.

13. gr.

Gjaldskyldir aðilar skulu haga bókhaldi sínu þannig að tollyfirvöld geti á hverjum tíma gengið úr skugga um réttmæti skýrslna um vörugjald.

Þeir sem vilja njóta frádráttar skv. 3. mgr. 12. gr. skulu færa það vörugjald, sem greitt hefur verið við kaup á hráefnum og efnivöru í sérstakan reikning í bókhaldi. Niðurstaða reiknings fyrir hvert uppgjörstímabil færist til frádráttar á vörugjaldsskýrslu við skil til ríkissjóðs.

Framleiðendur og aðvinnsluaðilar sem selja bæði gjaldskyldar og gjaldfrjálsar vörur skulu færa gjaldskylda sölu á sérstaka sölureikninga þar sem tilgreina skal gjaldstofn, gjaldflokk og fjárhæð vörugjalds.

V. KAFLI. Lækkun eða niðurfelling vörugjalds. Bílaleigubifreiðar.

14. gr.

Vörugjald af fólksbifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum, sbr. 3. gr., skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en í 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Lækkun vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu 15 mánuði eftir nýskráningu bifreiðar verði nýtingu bifreiðar og starfsemi bílaleigu hagað sem hér segir:

1. Bifreið skal skráð á bílaleigu sem hefur leyfi samgönguráðuneytisins til reksturs bílaleigu eða á eignarleigu vegna eignarleigusamnings við bílaleigu sem hefur slíkt leyfi. Bílaleiga skal haga starfsemi sinni að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga um bílaleigur.

2. Bifreið skal skráð sem bílaleigubifreið og tryggð sem slík.

3. Bifreið skal að jafnaði leigð út til þriggja vikna eða skemur vegna tímabundinna þarfa leigutaka, svo sem vegna ferðalaga eða tímabundins afnotamissis eigin bifreiðar. Bílaleigu er óheimilt að gera leigusamning við sama leigutaka, einstakling eða lögaðila, eða aðila tengdan honum, lengur en 45 daga af sérhverju 100 daga tímabili, hvort heldur sem um sömu bifreið er að ræða eða aðra bifreið, nema í eftirtöldum tilvikum:

a) þegar leigutaki er vátryggingafélag, sem hefur starfsleyfi hér á landi og bifreið er tekin á leigu vegna tímabundins afnotamissis vátryggingataka af eigin bifreið.
b) þegar leigutaki er lögaðili og bifreið er tekin á leigu vegna ferðalaga starfsmanna hans.

Í þeim tilvikum sem um getur í a- og b-lið hér að framan skal tekið fram í leigusamningi að hann sé gerður í þágu tiltekins vátryggingartaka vegna tímabundins afnotamissis eigin bifreiðar eða tiltekins starfsmanns lögaðila vegna ferðalaga hans. Notkun hvers ökumanns skal háð skilyrðum 2. málsl. þessa töluliðs.

4. Bifreið skal eingöngu nýtt til útleigu hjá viðkomandi bílaleigu. Við mat á því skal miðað við að unnt sé að gera grein fyrir a.m.k. 90% af akstri hennar með framlagningu leigusamninga eða með öðrum hætti sem tollstjóri metur fullnægjandi.

5. Bílaleiga skal haga bókhaldi sínu með þeim hætti að hún geti á hverjum tíma gert grein fyrir akstri bifreiðar. Tollstjóri getur án fyrirvara óskað eftir gögnum þar um.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er heimilt að flytja bílaleigubifreið, sem uppfyllir skilyrði fyrir lækkun vörugjalds skv. 1. mgr., varanlega úr landi innan 6 mánaða frá nýskráningu bifreiðar, án greiðslu eftirgefins vörugjalds. Sé bifreið flutt aftur til landsins skal greiða af henni vörugjald að nýju.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds, lögveð og beitingu álags. Um framkvæmd lækkunar, þ.m.t. yfirlýsingu bílaleigu vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

15. gr. Leigubifreiðar.

Vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en í 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Lækkun vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu þrjú ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

1. Rétthafi skal hafa atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs, samkvæmt lögum um leigubifreiðar. Skal hann leggja fram vottorð því til staðfestingar í tengslum við umsókn um lækkun vörugjalds.

2. Rétthafi má ekki njóta eftirgjafar vegna annarrar leigubifreiðar á sama tíma.

3. Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu eins og það er ákvarðað af ráðherra árlega, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, annað af næstu tveimur heilu almanaksárum eftir að eftirgjöf var veitt. Að loknum þremur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslum næstu tveggja heilu almanaksára eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreind skattframtöl skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.

4. Að bifreið verði skráð sem leigubifreið í ökutækjaskrá og nýtt sem slík.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd lækkunar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

15. gr. a. Bifreiðar til ökukennslu.

Vörugjald af bifreiðum til ökukennsku skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en í 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Lækkun vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu þrjútvö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Rétthafi skal hafa hlotið löggildingu sem ökukennari, samkvæmt reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla. Skal hann leggja fram vottorð því til staðfestingar í tengslum við umsókn um lækkun vörugjalds.
2. Rétthafi má ekki njóta eftirgjafar vegna annarrar bifreiðar til ökukennslu á sama tíma.
3. Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 1.680.00070% kr.af reiknuðu endurgjaldi í reiknaðstaðgreiðslu endurgjaldeins og það er ákvarðað af ökukennsluráðherra árlega, sbr. 21. mgr. 1. tölul. a-liðar 76. gr. laga nr. 7545/19811987, um tekjuskattstaðgreiðslu ogopinberra eignarskattgjalda, með síðari breytingum, annaðnæsta af næstu tveimur heilu almanaksárumalmanaksár eftir að eftirgjöf ervar veitt. Að loknum þremurtveimur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslumskattskýrslu næstunæsta tveggjaheila heilu almanaksáraalmanaksárs eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreindframangreint skattframtölskattframtal skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.
4. Að bifreið verði skráð sem bifreið til ökukennslu í ökutækjaskrá og nýtt sem slík.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd lækkunar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

15. gr. b.

Vörugjald af bifreiðum til ökukennslu í eigu ökuskóla skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en í 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Lækkun vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu þrjútvö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði nýting bifreiðar og starfsemi ökuskóla hagað sem hér segir:
1. Bifreið skal skráð á ökuskóla sem hefur starfsleyfi frá umferðarráði. Ökuskólar skulu haga starfsemi sinni að öllu leyti í samræmi við reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla.
2. Bifreið skal skráð sem bifreið til ökukennslu og tryggð sem slík.
3. Bifreiðin skal eingöngu nýtt til ökukennslu hjá viðkomandi skóla. Við mat á því skal miðað við að unnt sé að gera grein fyrir a.m.k. 80% af akstri hennar með framlagningu akstursdagbókar eða með öðrum hætti sem tollstjóri metur fullnægjandi.
4. Ökuskóli skal haga bókhaldi sínu með þeim hætti að hann geti á hverjum tíma gert grein fyrir akstri bifreiðar. Tollstjóri getur án fyrirvara óskað eftir gögnum þar um.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds, lögveð og beitingu álags. Um framkvæmd lækkunar, þ.m.t. yfirlýsingu ökuskóla vegna uppgjörs vörugjalds gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

15. gr. c. Bifreiðar til ökukennslu og leigubifreiðaaksturs.

Vörugjald af bifreiðum sem notaðar eru til ökukennslu og leigubifreiðaaksturs skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en í 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Lækkun vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu þrjútvö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Rétthafi skal hafa hlotið löggildingu sem ökukennari, samkvæmt reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla. Rétthafi skal jafnframt hafa atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs samkvæmt lögum um leigubifreiðar. Skal hann leggja fram vottorð þessu til staðfestingar í tengslum við umsókn um lækkun vörugjalds.
2. Rétthafi má ekki njóta eftirgjafar vegna annarrar bifreiðar hvort sem er til ökukennslu eða vegna annarrar leigubifreiðar á sama tíma.
3. Rétthafi skal hafa í tekjur að lágmarki 1.680.00070% kr.af reiknuðu endurgjaldi í reiknaðstaðgreiðslu endurgjaldeins og það er ákvarðað af ökukennsluráðherra og leiguakstri samanlagtárlega, sbr. 21. mgr. 1. tölul. a-liðar 76. gr. laga nr. 7545/19811987, um tekjuskattstaðgreiðslu ogopinberra eignarskattgjalda, með síðari breytingum, annaðnæsta af næstu tveimur heilu almanaksárumalmanaksár eftir að eftirgjöf ervar veitt. Að loknum þremurtveimur árum frá eftirgjöf ber rétthafa að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslumskattskýrslu næstunæsta tveggjaheila heilu almanaksáraalmanaksárs eftir að eftirgjöf var veitt, til sönnunar á tekjum rétthafa. Berist tollstjóra ekki framangreindframangreint skattframtölskattframtal skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu.
4. Að bifreið verði skráð sem bifreið til ökukennslu og leigubifreið í ökutækjaskrá og nýtt sem slík.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd lækkunar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

16. gr. Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta.

Vörugjald skal falla niður af sérsmíðuðum bifreiðum til keppni í rallakstri, sem skráðar eru sem slíkar, ökutækjum sem ekki eru skráningarskyld og sérsmíðuð eru til nota í kvartmílukeppni og torfærugrindum til nota í torfærukeppni og kappakstursbifreiðum til nota á lokuðum brautum til akstursíþrótta.

Niðurfelling vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu sjö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

1. Ökutæki skal ætlað til og einungis notað í aksturskeppnum sem haldnar eru í samræmi við reglur um akstursíþróttir og aksturskeppni og haldnar eru á ábyrgð og samkvæmt reglum samtaka um akstursíþróttir, þ.e. skipulagsbundinna samtaka sem hafa akstursíþróttir á verkefnaskrá sinni og hlotið hafa til þess viðurkenningu samgönguráðuneytisins.

2. Við umsókn um niðurfellingu vörugjalds skal lagt fram vottorð frá framleiðanda bifreiðar ásamt rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir um að um sé að ræða sérsmíðaða keppnisbifreið til aksturskeppni í viðkomandi keppnisgrein. Ef ökutæki er ekki skráningarskylt skal leggja fram vottorð um það frá skráningarstofu ökutækja. Við mat á því hvort ökutæki sé sérsmíðað ökutæki til keppni í viðkomandi keppnisgrein skal m.a. litið til þess hvort ökutækið uppfylli þær kröfur sem samtök um akstursíþróttir gera til keppnisbifreiða. Varðandi sérsmíðaðar bifreiðar til keppni í rallakstri skal jafnframt litið til þess hvort bifreiðin uppfylli kröfur sem gerðar eru varðandi skráningu samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja.

3. Ef um sérsmíðaða bifreið til rallaksturs er að ræða skal hún skráð sem slík í ökutækjaskrá, samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja. Skráningarnúmer skulu vera í samræmi við ákvæði sömu reglugerðar.

4. Ökutækjum sem njóta niðurfellingar samkvæmt þessari grein er óheimilt að aka á vegum. Þó er heimilt að aka sérsmíðuðum rallbifreiðum á vegum vegna þátttöku í rallaksturskeppnum samkvæmt reglum um akstursíþróttir og aksturskeppni og til æfingaaksturs samkvæmt sömu reglum.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

17. gr. Ökutæki sem flutt eru inn vegna starfsemi björgunarsveita.

Vörugjald skal falla niður af ökutækjum sem flutt eru inn til starfsemi björgunarsveita, að því tilskildu að fyrir liggi staðfesting samstarfsnefndar um endurgreiðslu aðflutningsgjalda á að hún hafi yfirfarið og fallist á beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda. Niðurfellingin nær einnig til vörugjalds sem stofnast vegna aðvinnslu ökutækis hér á landi.

Skilyrði fyrir niðurfellingu skv. 1. mgr. er að ökutæki verði skráð eign björgunarsveitar, í fimm ár frá nýskráningu ef um bifreið er að ræða en í þrjú ár ef um annað ökutæki er að ræða. Á þeim tíma er óheimilt að nýta ökutæki til annars en fyrir venjulega starfsemi björgunarsveitar.

Ef brotið er gegn skilyrðum 2. mgr. gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

18. gr. Ökutæki sem eru að verulegu leyti knúin metangasi eða rafmagni.

Vörugjald af bifreiðum sem flokkast undir 3. gr. og búnar eru vélum sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu skal vera 120.000 kr. lægra en ella væri samkvæmt greininni. Umsókn um lækkun vörugjalds skulu fylgja upplýsingar sem tollstjóri metur fullnægjandi til staðfestingar því að vél ökutækis sé að verulegu leyti knúin metangasi eða rafmagni. Lækkun vörugjalds samkvæmt þessari grein gildir til 31. desember 2003.

19. gr. Önnur lækkun eða niðurfelling.

Vörugjald skal lækka eða falla niður af eftirtöldum ökutækjum, sem hér segir:

1. Vörugjald skal falla niður af ökutækjum sem flutt eru til landsins til eignar eða afnota fyrir erlend sendiráð, sendiræðisskrifstofur og sendiræðismenn hér á landi. Jafnframt af ökutækjum sem undanþegin skulu vörugjaldi samkvæmt ákvæðum milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að. Niðurfelling samkvæmt þessum tölulið nær einnig til ökutækja sem skráð eru á eignarleigu vegna eignarleigusamnings við aðila sem ákvæðið nær til.

2. Vörugjald skal falla niður af bifreiðum, sem eru sérstaklega búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins. Skilyrði fyrir niðurfellingu er að bifreiðin verði skráð eign ríkis, sveitarfélaga eða stofnana þeirra eða hins fatlaða sjálfs. Þó er heimilt ef hinn fatlaði er barn að skrá bifreiðina á forráðamann barnsins.

3. Vörugjald skal falla niður af dráttarvélum, að því tilskildu að dráttarvél verði nýtt á lögbýli.

4. Vörugjald skal falla niður af slökkvibifreiðum í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.

5. Vörugjald skal falla niður af sjúkrabifreiðum í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.

6. Vörugjald skal lækka í 5% af hópferðabifreiðum sem eru skráðar fyrir 10-17 manns að meðtöldum ökumanni og eru í eigu hópferða- eða sérleyfishafa eða í eignarleigu vegna eignarleigusamnings við hópferða- eða sérleyfishafa.

7. Vörugjald af bifreiðum sem eru sérstaklega útbúnar og notaðar til líkflutninga skal lækka í 10% ef bifreið flokkast í gjaldflokk I, en 13% ef bifreið flokkast í gjaldflokk II.

Skilyrði 3. málsl. 1. tölul. og 2. tölul. 1. mgr. um eiganda og nýtingu bifreiðar skulu vera til fjögurra ára en skilyrði 3.- 7. tölul. 1. mgr. skulu vera til fimm ára.

Ef brotið er gegn skilyrðum 3. málsl. 1. tölul. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á lækkuðu eða niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr.

20. gr. Brot gegn skilyrðum fyrir lækkun eða niðurfellingu vörugjalds.

Brjóti aðili, sem nýtur lækkunar eða niðurfellingar vörugjalds skv. 14.-17. gr. , 3. málsl. 1. tölul. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr., gegn skilyrðum sem sett eru í fyrrgreindum ákvæðum um nýtingu ökutækis o.fl. skal hann greiða ógreitt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar eða niðurfellingar. Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi skv. 3. mgr. 111. gr. tollalaga, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Ef um er að ræða lækkun til bílaleigu, sbr. 14. gr., skal tollstjóri, hafi rétthafi brotið gegn skilyrðum 3. tölul. 14. gr., innheimta ógreitt vörugjald ásamt 50% álagi. Hafi rétthafi brotið gróflega eða ítrekað gegn skilyrðum 14. gr. fyrir lækkun skal innheimta ógreitt vörugjald ásamt 50% álagi og jafnframt svipta hina brotlegu bílaleigu rétti til lækkunar vörugjalds skv. 14. gr. í þrjú ár. Lögveð tekur ekki til álags samkvæmt þessari málsgrein.

21. gr. Framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar.

Umsókn um lækkun eða niðurfellingu vörugjalds samkvæmt þessum kafla skal beint til tollstjórans í Reykjavík og annast hann jafnframt framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar, þ.m.t. tilkynningar til skráningaraðila, sbr. 4. mgr.

Aðili sem nýtur lækkunar eða niðurfellingar vörugjalds skv. 14.-17. gr. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr. skal undirrita yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann skuldbindi sig til að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru í fyrrgreindum ákvæðum um nýtingu ökutækis o.fl. Skulu skilyrði þessi tilgreind í yfirlýsingunni. Jafnframt skal tilgreint um skyldu til greiðslu ógreidds vörugjalds verði brotið gegn fyrrgreindum skilyrðum og um að lögveð sé í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. Sé skráður eigandi ökutækis eignarleiga skal hún jafnframt staðfesta vitneskju um fyrrgreind skilyrði og lögveð vegna vangoldins vörugjalds ef skilyrði eru ekki uppfyllt.

Eignarleigufyrirtæki sem hyggst nýta rétt til niðurfellingar vörugjalds skv. 3. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 19. gr. skal afhenda tollstjóra undirritaða yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé kunnugt um skilyrði þessarar reglugerðar um nýtingu ökutækis, sbr. 2. mgr. 19. gr., svo og skyldu fyrirtækisins til greiðslu á hluta eftirgefins vörugjalds verði ökutækið tekið til annarra nota, sbr. 22. gr.

Tilgreina skal í ökutækjaskrá ef vörugjald hefur verið lækkað eða fellt niður í samræmi við ákvæði 14.-17. gr., 3. málsl. 1. tölul. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr. Óheimilt er að umskrá ökutæki sem tilgreint hefur verið með slíkum hætti fyrr en að fenginni heimild tollstjóra.

Ekki skal lækka eða fella niður vörugjald samkvæmt þessum kafla nema sótt sé um eftirgjöf fyrir nýskráningu eða í beinum tengslum við hana.

22. gr. Greiðsla eftirgefins vörugjalds.

Þeim sem notið hefur lækkunar eða niðurfellingar skv. 14.-17. gr. , 3. málsl. 1. tölul. eða 2.-7. tölul. 1. mgr. 19. gr. skal heimilt að selja ökutæki eða taka það til annarrar notkunar en lá til grundvallar lækkun eða niðurfellingu, innan tilgreindra tímamarka, enda greiði hann hluta eftirgefins vörugjalds, í réttu hlutfalli við þann tíma sem eftir er miðað við heildartíma kvaðar.

Greiðsla eftirgefins vörugjalds skv. 1. mgr. skal ákvarðast sem svarar til fjölda mánaða sem eftir eru miðað við heildartíma kvaðar, sbr. þó 3. mgr. 14. gr. Greiðsla skal miðast við heila mánuði þannig að 15 dagar eða fleiri teljast heill mánuður, en færri dögum skal sleppt.

VI. KAFLI Ýmis ákvæði.

23. gr.

Þeir aðilar sem skrá eða skoða ökutæki skulu ganga úr skugga um það við skráningu eða skoðun að álagt vörugjald hafi verið greitt eða skuldfært. Hafi gjald hvorki verið greitt né skuldfært skal synjað um skráningu eða skoðun ökutækis og viðkomandi tollstjóra þegar tilkynnt um það.

Við forskráningu og eftir skoðun ökutækja skal skrá í ökutækjaskrá þau atriði er varðað gætu gjaldskyldar breytingar ökutækja.

24. gr.

Tollstjórar annast álagningu vörugjalds. Úrskurði tollstjóra verður skotið til ríkistollanefndar samkvæmt ákvæðum tollalaga og er úrskurður nefndarinnar fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.

Að því leyti sem eigi er ákveðið í reglugerð þessari um álagningu, kærumeðferð, innheimtu, refsingar og aðra framkvæmd varðandi vörugjald skulu gilda eftir því sem við geta átt ákvæði tollalaga og laga nr. 97/1987 um vörugjald, með síðari breytingum.

25. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., öðlast gildi þegar í stað, að undanskilinni 17. gr. sem öðlast gildi 1. júlí 2000. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða. I.

Tollstjórinn í Reykjavík skal að undangenginni umsókn endurgreiða sem svarar til mismunar á greiddu vörugjaldi og lækkuðu vörugjaldi skv. 1. mgr. 14. gr., vegna bifreiða er tollafgreiddar voru á tímabilinu frá 6. apríl 2000 til 1. júlí 2000 og eru í eigu aðila sem uppfylla skilyrði 2. mgr. 14. gr. og undirritað hafa yfirlýsingu í samræmi við 2. mgr. 21. gr.

Ákvæði til bráðabirgða. II.

Heimilt er að aflétta kvöðum af vélsleðum sem nýttir eru til ferðaþjónustu og nutu lækkunar vörugjalds úr 70% í 30% á grundvelli eldri reglugerðar um vörugjald af ökutækjum, nr. 254/1993. Eigendum slíkra vélsleða er heimilt að selja þá án hlutfallslegrar endurgreiðslu eftirgefins vörugjalds, þrátt fyrir að skilyrði um tímalengd eignarhalds sé ekki uppfyllt.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.