Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 19. jan. 2026

Breytingareglugerð

327/2025

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1163/2024 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1229 frá 20. febrúar 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 með því að fastsetja sérstök hámarksgildi fyrir víxlmengun af völdum efna með örverueyðandi virkni í utanmarkhópsfóðri og aðferðir til greiningar á þessum efnum í fóðri. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2024 frá 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 413.

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. gr. laga um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur brott reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 frá 11. desember 2018 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE, nr. 342/2023.

Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2025.

Hanna Katrín Friðriksson
atvinnuvegaráðherra.

Svava Pétursdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.