Fara beint í efnið

Prentað þann 3. jan. 2025

Breytingareglugerð

324/2009

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar, eins og henni var breytt með 1. gr. reglugerðar nr. 30/2000:

Orðin "Frost- og" í fyrirsögn greinarinnar falla brott.

Orðin "frost- og" í lið 5.1 falla brott.

Orðið "frostmerkja," og orðin "frost- og" þar sem þau koma fyrir í lið 5.2 falla brott.

Orðin "frostmerkinga og/eða" og "frostmerki og/eða" í lið 5.3 falla brott.

Orðin "frostmerktu eða", "frostmerkjum og/eða" og "frostmerkingu og/eða" í lið 5.4 falla brott.

Orðin "þó ekki á sömu staði á gripnum og frostmerkt er skv. táknkerfum 1 eða 2, sbr. 5.5" í lið 5.6 falla brott.

Liður 5.5 fellur brott og við það verður liður 5.6 að 5.5, liður 5.7 verður liður 5.6 og liður 5.8 verður liður 5.7.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í IX. kafla laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 12. mars 2009.

F. h. r.
Kristinn Hugason.

Guðlaug Jónasdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.