Prentað þann 27. des. 2024
320/2023
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr reglugerðarinnar:
- Á eftir skilgreiningunni "Heit æfing" bætist við ný skilgreining, svohljóðandi: Efna æfing: Æfing í efnaköfun í umhverfi þar sem líkt er eftir raunverulegum aðstæðum.
- Í stað orðanna "í afmörkuðu rými" í skilgreiningu á "reykköfun" kemur: innan um þéttan reyk og í þeim tilgangi að bjarga lífum, sinna slökkvistarfi.
- Við skilgreiningu á "reykköfunartíma" bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Reykköfunartími skal að lágmarki vera þrjár klukkustundir á ári.
- Á eftir skilgreiningunni "Reykköfunartími" bætist við ný skilgreining, svohljóðandi: Reykköfunaræfing: Þjálfun sem getur falið í sér fræðslu, undirbúning, framkvæmd og frágang.
- Í stað orðanna "stjórnandi reykkafara" í samnefndri skilgreiningu, kemur, hvarvetna annars staðar í reglugerðinni, í viðeigandi beygingarmynd: stjórnandi reykköfunar.
- Í stað orðsins "Mannvirkjastofnun" í skilgreiningunni "Þjónustuaðilar brunavarna" kemur, hvarvetna annars staðar í reglugerðinni í viðeigandi beygingarmynd: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "reglur nr. 501/1994" í 1. mgr. kemur: reglugerð nr. 728/2018.
- Í stað orðanna "reglna Vinnueftirlits ríkisins um þrýstibúnað, nr. 571/2000" í 5. mgr. kemur: reglugerðar nr. 1022/2017, um þrýstibúnað.
3. gr.
Á eftir orðinu "skal" í 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: sérstaklega merktur.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:
- 2. málsliður 5. mgr. ásamt stafliðum falla brott.
- Í stað orðanna "reglum Vinnueftirlits ríkisins um áfyllingastöðvar fyrir gashylki, nr. 140/1998" í 7. mgr. 9. gr. kemur: ákvæðum reglugerðar nr. 1022/2017, um þrýstibúnað.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Fjöldi verklegra æfinga í reykköfun hjá slökkviliðum skal vera að lágmarki sex á hverju ári. Fimm skulu vera reykköfunaræfingar, þar af ein heit æfing. Þá skal ein æfing að lágmarki vera efnaköfunaræfing. Reykköfunartími skal að lágmarki vera þrjár klukkustundir á ári, sbr. 6. mgr. 3. gr.
- Í stað 2. og 3. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsl., svohljóðandi: Þeir skulu hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu sem slökkviliðsmaður og vera með gild reykköfunarréttindi á þeim tíma. Í reykköfun og reykköfunaræfingum skal annar leiðbeinandinn hafa reykköfunarréttindi í gildi.
- Í stað orðanna "785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun" í 4. mgr. kemur: 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
- Í lok 4. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Á heitum æfingum skal leitast við að lágmarka mengunarhættu.
- Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun getur gefið út leiðbeiningar um sérstakar mengunarvarnir sem miða að einstaklingum á eldstað.
6. gr.
Í stað 3. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Stjórnandi reykköfunar skal hafa a.m.k. þriggja ára reynslu sem slökkviliðsmaður og vera með gild reykköfunarréttindi á þeim tíma.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:
- Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Reykköfunarbók er ætlað að halda utan um þau skipti sem einstaklingur er útsettur fyrir mengun vegna reykköfunar ásamt æfingatíma vegna reykköfunar.
-
Í stað stafliða a. til h. í 2. mgr. koma nýir stafliðir a. til e., svohljóðandi:
- Dagsetningu og staðsetningu reykköfunar.
- Tegund reykköfunar og hvort reykköfun sé vegna útkalls eða æfingar.
- Upphafs loftmagn og loka loftmagn, sé því komið við.
- Reykköfunartíma og fjölda skipta sem er reykkafað.
- Athugasemdir vegna atvika við reykköfun og annað sem snertir öryggi og heilsu reykkafara, s.s. ef reykkafari verður útsettur fyrir mengun.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "skyndihjálparbúnaður" í 2. málslið 2. mgr. kemur: öryggisbúnaður.
- Í stað orðsins "öndunargríma" í 2. málslið 2. mgr. kemur: viðbótarsúrefni.
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefur út fyrirmynd að neyðaráætlun við reykköfun.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. kafla viðauka við reglugerðina:
- Í lok 2. mgr. i. hluta b-liðar bætist við ný málsgrein svohljóðandi: Undantekningar má gera að fengnu mati augnlæknis.
10. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 17. og 39. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 13. mars 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.