Fara beint í efnið

Prentað þann 8. jan. 2025

Breytingareglugerð

319/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.

1. gr.

33. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Þróunarverkefni í nautgriparækt og sauðfjárrækt.

Þróunarfjármunum er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í nautgriparækt og sauðfjárrækt. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og er styrkjum úthlutað eftir umsóknum og í samræmi við reglugerð þessa.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Matvælaráðuneytinu, 15. mars 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Kristín Ösp Jónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.