Fara beint í efnið

Prentað þann 8. nóv. 2024

Breytingareglugerð

314/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2020 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eftirtaldar framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem vísað er til í liðum 5lf., 5lg., 5lh. og 5li. í XI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 242/2019 frá 27. september 2019 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið), skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XI. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/296 frá 24. febrúar 2015 um verklag við samstarf milli aðildarríkjanna um rafræna auðkenningu skv. 7. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 5, frá 30. janúar 2020, bls. 54-60.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1501 frá 8. september 2015 um umgjörð samvirkni skv. 8. mgr. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum, sbr. leiðréttingar í Stjórnartíðindum ESB L 28, 4.2.2016, bls. 18, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 125-130.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1502 frá 8. september 2015 um að ákvarða lágmarkstækniforskriftir og -ferla varðandi fullvissustig fyrir rafrænar auðkenningarleiðir skv. 3. mgr. 8. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 131-144.
  4. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1984 frá 3. nóvember 2015 þar sem skilgreindar eru kringumstæður, snið og verklag fyrir tilkynningar skv. 5. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 12, frá 27. febrúar 2020, bls. 443-450.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 3. apríl 2020.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Daði Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.