Prentað þann 10. apríl 2025
312/2022
Reglugerð um breytingu á reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla, nr. 173/2017, ásamt síðari breytingum.
1. gr.
Þrátt fyrir 2. mgr. 1. gr. og 2. málsl. 4. gr. reglugerðar þessarar verða ekki lögð fyrir samræmd könnunarpróf í 9. bekk árið 2022.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 6. mgr. 17. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu, 21. febrúar 2022.
Ásmundur Einar Daðason
mennta- og barnamálaráðherra.
Páll Magnússon.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.