Prentað þann 9. nóv. 2024
310/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 100/2020 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Ákvæði til bráðabirgða.
Fullgildum traustþjónustuveitanda og þeim sem starfar í hans umboði er heimilt, þegar sérstaklega stendur á hjá umsækjanda vegna ráðstafana stjórnvalda í kjölfar útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, að sannprófa kennsl og eigindir skv. 1. mgr. 24. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 úr fjarlægð með auðkenningaraðferð sem veitir jafna vissu um áreiðanleika og viðvera í eigin persónu og hlotið hefur viðurkenningu hjá Neytendastofu.
Meginskilyrði auðkenningaraðferðar sem hlotið hefur viðurkenningu skulu birt á vefsetri Neytendastofu.
Heimilt er að gefa út vottorð á grundvelli 1. mgr. frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 12. júní 2020. Vottorð sem gefin eru út á grundvelli 1. mgr. skulu afturkölluð eigi síðar en 30. júní 2020.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti nr. 55/2019, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 1. apríl 2020.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ingvi Már Pálsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.