Prentað þann 28. des. 2024
309/2010
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða, með síðari breytingum.
1. gr.
2. mgr. 6. gr. orðast svo:
Veðurstofa Íslands annast enn fremur staðbundið hættumat, mat á snjóflóðahættu á skíðasvæðum, sbr. 14. gr., og endurskoðun hættumats, sbr. 15. gr.
2. gr.
2. ml. 1. mgr. 12. gr. orðast svo:
Sveitarfélag, umhverfisráðuneyti, Veðurstofa Íslands, ríkislögreglustjóri, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Skipulagsstofnun og viðkomandi lögreglustjóri varðveita hver um sig eitt eintak af staðfestu hættumati ásamt greinargerð.
3. gr.
Á eftir 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 15. gr., er orðast svo:
Endurskoðun hættumats.
Þegar fyrir liggur staðfest hættumat og viðkomandi hættumatsnefnd hefur lokið störfum en forsendur hafa breyst, s.s. vegna nýrrar þekkingar, breyttra staðhátta eða tilkomu varna skal Veðurstofa Íslands vinna endurskoðað hættumat.
Veðurstofa Íslands, skal þegar um veigamikla endurskoðun hættumats er að ræða, leggja mat á hvort skipa skuli hættumatsnefnd vegna endurskoðunarinnar og gerir þá tillögu um þá málsmeðferð til umhverfisráðherra. Um meðferð máls fer þá samkvæmt II. kafla þessarar reglugerðar.
Viðkomandi sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast kynningu á endurskoðuðu hættumati í samráði við Veðurstofu Íslands. Auglýsa skal endurskoðað hættumat og það skal liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar í fjórar vikur. Endurskoðað hættumat skal staðfest af umhverfisráðherra og tekur gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 6. mgr. 4. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 23. mars 2010.
Svandís Svavarsdóttir.
Magnús Jóhannesson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.