Prentað þann 22. des. 2024
300/2003
Reglugerð um breyting á reglugerð um greiðslu vaxtabóta nr. 990/2001, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 19. gr. reglugerðinnar bætist ný málsgrein, 3. mgr. sem orðast svo:
Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkjasamnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í B-lið 69. gr. og 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 10. apríl 2003.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ragnheiður Snorradóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.