Prentað þann 10. jan. 2025
299/2008
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1112/2006 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2 gr.:
- Í stað orðsins "heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra" kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
- Í stað orðanna "39. gr. laga nr. 117/1993" í 2. gr. kemur: 44. gr. laga nr. 100/2007.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3 gr.:
- 1. málsl. a-liðar 1. mgr. orðast svo: Tekjur umfram 90.000 kr. á ári skv. C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu metnar að 50 hundraðshlutum við útreikning á vistunarframlagi skv. 21. gr., sbr. og 22. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.
- Í stað "327.000" í 2. málsl. b-liðar 1. mgr. kemur: 1.200.000.
- 3. málsl. b-liðar 1. mgr. fellur brott.
- c-liður 1. mgr. orðast svo: Við útreikning á fjárhæð vistunarframlags skv. 21. gr., sbr. og 22. gr., laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, skal ekki reikna með tekjum maka, sbr. þó a-lið 1. mgr.
- d-liður 1. mgr. fellur brott.
- 2. mgr. orðast svo: Þrátt fyrir 1. mgr. teljast ekki til tekna bætur frá lífeyristryggingum almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og sambærilegar greiðslur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri.
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk vistmanns, að dreifa eigin tekjum vistmannsins sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
- Í stað orðanna "6. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 6. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007.
- Í stað orðanna "39. gr. laga nr. 117/1993" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 44. gr. laga nr. 100/2007.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr.:
- Í stað orðsins "heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra" kemur: ráðherra.
- 3. mgr. fellur brott.
- Í stað orðanna "11. gr. laga nr. 117/1993" í 4. mgr., sem verður 3. mgr., kemur: 17. gr. laga nr. 100/2007
5. gr.
Í stað orðanna "8. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993" í 6. gr. kemur: 8. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007.
6. gr.
Í stað orðanna "8. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993" í 10. gr. kemur: 8. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007.
7. gr.
Í stað orðanna "8. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993" í 14. gr. kemur: 8. mgr. 48. gr. laga nr. 100/2007.
8. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. apríl 2008. Ákvæði b-liðar 2. gr. kemur til framkvæmda 1. júlí 2008.
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 27. mars 2008.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ágúst Þór Sigurðsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.