Prentað þann 28. des. 2024
298/2010
Reglugerð um breyting á reglugerð um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 119/2009.
1. gr.
Í stað 16. málsl. 2. gr. komi nýr málsliður sem hljóði svo:
Viðskiptabann tekur til innflutningsbanns, útflutningsbanns og sölubanns á hlutum og þjónustu.
2. gr.
Í stað a-liðar 1. mgr. 5. gr. komi nýr stafliður sem hljóði svo:
-
sölu, útvegun, flutning eða útflutning á hergögnum sem eru:
- ekki lífshættuleg og eingöngu eru ætluð í mannúðar- eða verndarskyni,
- á vegum Sameinuðu þjóðanna, friðargæslusveita þeirra eða hafa verið heimiluð af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,
- á vegum íslenskra stjórnvalda eða annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins,
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
4. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 23. mars 2010.
Össur Skarphéðinsson.
Einar Gunnarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.