Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Breytingareglugerð

291/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 918/2020, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

1. gr.

Í stað orðanna "3. mgr." í 1. málsl. 18. gr. reglugerðarinnar kemur: 5. mgr.

2. gr.

Við reglugerðina bætast fjögur ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða I.

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, enda telst ráðningin vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun, hlutaðeigandi fyrirtæki og viðkomandi atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að gegna því starfi sem hann er ráðinn til að gegna á grundvelli samningsins. Jafnframt skuldbindur Vinnumálastofnun sig með undirritun sinni til að greiða styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. 2. mgr. til hlutaðeigandi fyrirtækis. Þá skuldbindur hlutaðeigandi fyrirtæki sig með undirritun sinni til að greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmiðið er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að auka hæfni sína til þátttöku á vinnumarkaði.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi fyrirtækis, á grundvelli samnings skv. 1. mgr., sem nemur launum viðkomandi atvinnuleitanda en þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta á mánuði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Óheimilt er að framlengja gildistíma samnings skv. 1. mgr. vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsgetu og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings einu sinni í aðra sex mánuði að hámarki.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru meðal annars:

  1. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. einn mánuð eftir atvinnumissi,
  2. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis,
  3. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur í a.m.k. 12 mánuði á yfirstandandi bótatímabili, skv. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar,
  4. að hjá hlutaðeigandi fyrirtæki starfi 70 starfsmenn eða færri óháð stöðugildi og að meðtöldum þeim atvinnuleitendum sem ráðnir eru til starfa á grundvelli samnings skv. 1. mgr.,
  5. að hlutaðeigandi fyrirtæki hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur,
  6. að hlutaðeigandi fyrirtæki sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi fyrirtækis og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samningsins. Fellur þá jafnframt niður heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar eða ef staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda hefur ekki fylgt með reikningi hlutaðeigandi fyrirtækis til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr.

Hlutaðeigandi fyrirtæki skal tilnefna sérstakan tengilið sem skal vera í samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á gildistíma samnings skv. 1. mgr. eftir því sem þörf krefur. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi atvinnuleitandi sé í virkri atvinnuleit á gildistíma samnings skv. 1. mgr.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda varir á grundvelli samnings skv. 1. mgr. telst hvorki til ávinnslutímabils atvinnuleitandans skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga.

Ákvæði þetta gildir frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 31. desember 2021.

Ákvæði til bráðabirgða II.

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, vegna tímabundinna átaksverkefna, svo sem við landvernd, landhreinsun, gróðursetningu, íþrótta- og afþreyingarstarf fyrir börn o.s.frv., enda telst ráðningin vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Með frjálsum félagasamtökum er í þessu sambandi átt við félagasamtök sem starfa að góðgerðar- og/eða mannúðarmálum í þágu almannahagsmuna og eru ekki rekin í hagnaðarskyni auk þess að vera undanþegin skattskyldu skv. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Vinnumálastofnun, hlutaðeigandi félagasamtök og viðkomandi atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að gegna því starfi sem hann er ráðinn til að gegna á grundvelli samningsins. Jafnframt skuldbindur Vinnumálastofnun sig með undirritun sinni til að greiða styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. 2. mgr. til hlutaðeigandi félagasamtaka. Þá skuldbinda hlutaðeigandi félagasamtök sig með undirritun sinni til að greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmiðið er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að auka hæfni sína til þátttöku á vinnumarkaði.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi félagasamtökum, á grundvelli samnings skv. 1. mgr., sem nemur launum viðkomandi atvinnuleitanda en þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta á mánuði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Auk þess er Vinnumálastofnun heimilt að greiða hlutaðeigandi félagasamtökum sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er á grundvelli samnings skv. 1. mgr. vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir.

Óheimilt er að framlengja gildistíma samnings skv. 1. mgr. vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsgetu og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings einu sinni í aðra sex mánuði að hámarki.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru meðal annars:

  1. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. einn mánuð eftir atvinnumissi,
  2. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi félagasamtaka,
  3. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur í a.m.k. 12 mánuði á yfirstandandi bótatímabili, skv. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar,
  4. að hlutaðeigandi félagasamtök hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur,
  5. að hlutaðeigandi félagasamtök séu í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi félagasamtaka og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samningsins. Fellur þá jafnframt niður heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar eða ef staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda hefur ekki fylgt með reikningi hlutaðeigandi félagasamtaka til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr.

Hlutaðeigandi félagasamtök skulu tilnefna sérstakan tengilið sem skal vera í samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á gildistíma samnings skv. 1. mgr. eftir því sem þörf krefur. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi atvinnuleitandi sé í virkri atvinnuleit á gildistíma samnings skv. 1. mgr.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda varir á grundvelli samnings skv. 1. mgr. telst hvorki til ávinnslutímabils atvinnuleitandans skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga.

Ákvæði þetta gildir frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 31. desember 2021.

Ákvæði til bráðabirgða III.

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við stofnun um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, enda telst ráðningin vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun, hlutaðeigandi stofnun og viðkomandi atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að gegna því starfi sem hann er ráðinn til að gegna á grundvelli samningsins. Jafnframt skuldbindur Vinnumálastofnun sig með undirritun sinni til að greiða styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. 2. mgr. til hlutaðeigandi stofnunar. Þá skuldbindur hlutaðeigandi stofnun sig með undirritun sinni til að greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmiðið er að atvinnuleitandinn fái tækifæri til að auka hæfni sína til þátttöku á vinnumarkaði.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi stofnun, á grundvelli samnings skv. 1. mgr., sem nemur launum viðkomandi atvinnuleitanda en þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta á mánuði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Óheimilt er að framlengja gildistíma samnings skv. 1. mgr. vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsgetu og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings einu sinni í aðra sex mánuði að hámarki.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru meðal annars:

  1. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í a.m.k. einn mánuð eftir atvinnumissi,
  2. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi stofnunar,
  3. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi fengið greiddar atvinnuleysisbætur í a.m.k. 24 mánuði á yfirstandandi bótatímabili, skv. 29. gr. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar,
  4. að hlutaðeigandi stofnun hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur,
  5. að hlutaðeigandi stofnun sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi stofnunar og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samningsins. Fellur þá jafnframt niður heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar eða ef staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda hefur ekki fylgt með reikningi hlutaðeigandi stofnunar til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr.

Hlutaðeigandi stofnun skal tilnefna sérstakan tengilið sem skal vera í samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á gildistíma samnings skv. 1. mgr. eftir því sem þörf krefur. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi atvinnuleitandi sé í virkri atvinnuleit á gildistíma samnings skv. 1. mgr.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda varir á grundvelli samnings skv. 1. mgr. telst hvorki til ávinnslutímabils atvinnuleitandans skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga.

Ákvæði þetta gildir frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 31. desember 2021.

Ákvæði til bráðabirgða IV.

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við stofnun um ráðningu atvinnuleitanda, sem fullnýtt hefur rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tilteknu tímabili, sbr. b-lið 4. mgr., enda telst ráðningin vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun, hlutaðeigandi stofnun og viðkomandi atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi atvinnuleitandi sig til að gegna því starfi sem hann er ráðinn til að gegna á grundvelli samningsins. Jafnframt skuldbindur Vinnumálastofnun sig með undirritun sinni til að greiða styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. 2. mgr. til hlutaðeigandi stofnunar. Þá skuldbindur hlutaðeigandi stofnun sig með undirritun sinni til að greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings. Markmiðið er að atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tilteknu tímabili, sbr. b-lið 4. mgr., fái tækifæri til að auka hæfni sína til þátttöku að nýju á vinnumarkaði þannig að komið verði í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi hjá þessum hópi leiði til óvinnufærni til frambúðar.

Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi stofnun, á grundvelli samnings skv. 1. mgr., sem nemur launum viðkomandi atvinnuleitanda en þó ekki hærri fjárhæð en sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta á mánuði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Óheimilt er að framlengja gildistíma samnings skv. 1. mgr. vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsgetu og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings einu sinni í aðra sex mánuði að hámarki.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli samnings skv. 1. mgr. eru meðal annars:

  1. að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi stofnunar,
  2. að viðkomandi atvinnuleitandi hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021,
  3. að hlutaðeigandi stofnun hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur,
  4. að hlutaðeigandi stofnun sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.

Samningur skv. 1. mgr. fellur úr gildi komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi stofnunar og viðkomandi atvinnuleitanda á gildistíma samningsins. Fellur þá jafnframt niður heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar eða ef staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi atvinnuleitanda hefur ekki fylgt með reikningi hlutaðeigandi stofnunar til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings skv. 1. mgr.

Hlutaðeigandi stofnun skal tilnefna sérstakan tengilið sem skal vera í samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar á gildistíma samnings skv. 1. mgr. eftir því sem þörf krefur.

Sá tími sem ráðning atvinnuleitanda varir á grundvelli samnings skv. 1. mgr. telst ekki til ávinnslutímabils atvinnuleitandans skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna.

Ákvæði þetta gildir frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 31. desember 2021.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 62. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, og 5. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 13. mars 2021.

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.