Prentað þann 20. des. 2025
284/2025
Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna geymslu koldíoxíðs í jörðu.
I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 797/1999,
um varnir gegn mengun grunnvatns.
1. gr.
Í stað "Hollustuverndar ríkisins" kemur hvarvetna (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.
2. gr.
Á eftir 7. gr. kemur ný grein 7. gr. a sem orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Geymsla koldíoxíðs í jörðu.
Umhverfis- og orkustofnun getur, þrátt fyrir ákvæði 5., 6. og 7. gr., heimilað í starfsleyfi eða könnunarleyfi í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um geymslu koldíoxíðs í jörðu, niðurdælingu koldíoxíðs til geymslu, enda sé slík niðurdæling í samræmi við reglur um vernd grunnvatns og leiði ekki til rýrnunar á ástandi viðkomandi vatnshlots eða þess að ekki sé hægt að ná fram umhverfismarkmiðum III. kafla laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1430/2022,
um geymslu koldíoxíðs í jörðu.
3. gr.
Í stað "Umhverfisstofnun" kemur hvarvetna (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfis- og orkustofnun.
4. gr.
Á eftir "notkunarskilyrði" í 2. mgr. 3. gr. kemur: , þær koma ekki til með að henta til annarra nota af náttúrulegum ástæðum.
III. KAFLI Innleiðing, lagastoð og gildistaka.
5. gr. Innleiðing.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á fjórða undirlið j-liðar 3. mgr. 11. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2000/60 frá 23. október 2000 um aðgerðarramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum eins og henni var breytt með 32. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006.
6. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 33. gr. b. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 29. gr. laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, öðlast þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 13. mars 2025.
Jóhann Páll Jóhannsson
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stefán Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.