Fara beint í efnið

Prentað þann 7. nóv. 2024

Breytingareglugerð

282/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 720/2019 um sameiginlegar kröfur fyrir veitendur þjónustu á sviði rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og á sviði starfsemi neta fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar og eftirlit með þeim.

1. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/938 frá 26. júlí 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/373 að því er varðar kröfur um flugmálagagnaskrá og flugmálahandbók, samanber ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68 frá 21. september 2023 bls. 325-385.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 188. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.