Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Breytingareglugerð

281/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætast nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1975 frá 14. desember 2018 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar flugrekstrarkröfur um svifflugur og rafrænar flugtöskur, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 485-495.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/133 frá 28. janúar 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/640 að því er varðar innleiðingu á nýjum viðbótarlofthæfiforskriftum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 534-538.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1384 frá 24. júlí 2019 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 965/2012 og (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar notkun loftfara, sem eru skráð á flugrekandaskírteini, í starfrækslu sem er ekki í ábataskyni og í sérstakri starfrækslu, ákvörðun rekstrarlegra krafna í tengslum við framkvæmd reynsluflugs vegna viðhalds, ákvörðun reglna um starfrækslu sem er ekki í ábataskyni þar sem öryggis- og þjónustuliðum um borð hefur verið fækkað og innleiðingu ritstjórnarlegra uppfærslna varðandi kröfur um flugrekstur, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 676-710.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1387 frá 1. ágúst 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur um útreikninga á afkastagetu flugvélar við lendingu og viðmiðin til að meta ástand yfirborðs flugbrautar, uppfærslu á tilteknum búnaði og kröfum sem varða öryggi loftfara sem og starfrækslu án þess að hafa undir höndum fjarflugsleyfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 711-733.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1176 frá 7. ágúst 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1387 að því er varðar frestun á framkvæmd tiltekinna ráðstafana í tengslum við COVID-19-heimsfaraldurinn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 941-942.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/97 frá 28. janúar 2021 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) 2015/640 að því er varðar innleiðingu nýrra viðbótarlofthæfikrafna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1033-1038.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1296 frá 4. ágúst 2021 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur um gerð eldsneytis-/orkuáætlunar og stjórnun eldsneytis-/orkunotkunar og að því er varðar kröfur um stuðningsáætlanir og sálrænt mat á flugáhöfn sem og skimanir fyrir geðvirkum efnum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 118/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 971-994.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2237 frá 15. desember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar kröfur varðandi starfrækslu í skertu skyggni og varðandi þjálfun og próf fyrir flugliða, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 995-1030.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1254 frá 19. júlí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/640 að því er varðar innleiðingu nýrra viðbótarlofthæfikrafna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2023 frá frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 407-417.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2203 frá 11. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar gildissvið krafnanna um staðsetningu loftfars í nauð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 401-402.
  11. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/217 frá 1. febrúar 2023 um leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 að því er varðar ósamræmi í kröfum sem innleiddar voru með framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/1387 og reglugerðum (ESB) 2021/1296 og (ESB) 2021/2237, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2023 frá 5. júlí 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68 frá 21. september 2023, bls. 79-81.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 72. gr., 73. gr., 83. gr., 84. gr., 93. gr. og 115. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

Með þessari reglugerð fellur samhliða úr gildi reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara, nr. 582/2022.

Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.