Prentað þann 25. des. 2024
280/2014
Reglugerð um (3.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2.3.5. gr.:
- 2. málsl. b. liðar orðast svo: Einnig endurnýjun léttra innveggja, þó ekki burðarveggja og eldvarnarveggja, enda sé leyfisveitanda tilkynnt um framkvæmdir áður en þær hefjast með því að leggja fram breyttar teikningar.
- Á eftir 1. málsl. c. liðar bætist við nýr málsl. svohljóðandi: Einnig klæðning þegar byggðra bygginga í dreifbýli, enda sé leyfisveitanda tilkynnt um framkvæmdir áður en þær hefjast með því að leggja fram viðeigandi gögn.
- Orðin "á þak byggingar eða á lóð" í 1. málsl. d. liðar falla brott sem og 2. málsl.
- Á eftir 2. málsl. f. liðar 1. mgr. bætist við nýr málsl. svohljóðandi: Einnig allt að 2,0 m langir og 2,5 m háir skjólveggir sem eru áfastir við hús og í a.m.k. 1,8 m fjarlægð frá lóðarmörkum.
- Í stað orðanna "2. og 3. málsl." í 4. málsl. f. liðar kemur: 2.-4. málsl.
- Í stað orðanna "10 m²" í 1. tölul. g. liðar kemur: 15 m².
2. gr.
Orðin "og reiknað heildarleiðnitap og heildarorkuþörf" í h. lið 4.3.9. gr. falla brott.
3. gr.
b. liður 1. mgr. 4.5.3 gr. orðast svo: einangrunar, þ.m.t. útreikningur á heildarleiðnitapi, sbr. 13.2.3. gr., og eftir atvikum rakaþéttingu,
4. gr.
Í stað orðanna "35 m²" í e. lið 2. mgr. 4.7.2. gr. kemur: 60 m².
5. gr.
6.2.2. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
6.2.2. gr.
Aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar.
Aðkoma á lóð að byggingu skal skýrt afmörkuð og þannig staðsett að hún sé greiðfær og greinileg þeim sem að henni koma og henti fyrirhugaðri umferð.
Hönnun akbrauta, bílastæða, hjólastíga og gönguleiða innan lóða skal vera með þeim hætti að ekki skapist hætta fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur.
Almennt skal gæta þess að ekki séu þrep í gönguleiðum að inngangi bygginga. Hæðarmun skal jafna þannig að allir þeir sem ætla má að fari að inngangi byggingar komist auðveldlega um. Heimilt er að víkja frá ákvæðum þessarar málsgreinar ef lóðir eru of brattar til að unnt sé að uppfylla þær kröfur með góðu móti.
Huga skal að merkingum fyrir blinda og sjónskerta við afmörkun gönguleiða, t.d. með litbrigðum og/eða með breytingu á gerð yfirboðsefnis, og fullnægjandi frágangi vegna umferðar hjólastóla. Hæðarbreytingar gönguleiða að byggingum skal merkja greinilega og í samræmi við þá umferð sem ætla má að fari þar um.
Lýsing og merkingar við alla gangstíga, hjólastíga, akbrautir og bílastæði skulu henta þeirri umferð sem gert er ráð fyrir á svæðinu. Auk skilta skulu vera yfirborðsmerkingar á gangbrautum yfir akbrautir.
Frágangur gangstíga, akbrauta, hjólastíga og bílastæða skal vera þannig að þar verði ekki uppsöfnun vatns og yfirborð skal henta fyrirhugaðri umferð.
Stæði fyrir bíla, reiðhjól og önnur farartæki skulu vera í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags eða ákvörðun viðkomandi sveitarfélags á grundvelli 44. gr. eða 1. tölul. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga. Komi ekki fram krafa um ákveðna staðsetningu bílastæða eða stæða fyrir reiðhjól í skipulagi ber að hafa þau á sem öruggustu svæði innan lóðar.
Í þéttbýli skal frágangur bílastæða vera með þeim hætti að yfirborð þoli það álag sem þar verður og að möl eða laus jarðefni hvorki berist á gangstétt, götu eða nágrannalóð né fjúki úr yfirborðinu. Hentug efni geta verið ýmsar gerðir af bundnu slitlagi, hellulögn, sérstyrkt gras eða annað sambærilegt efni, sé ekki kveðið á um annað í deiliskipulagi.
Svæði vegna vörumóttöku og fólksflutninga skulu vera nægjanlega stór til að anna þeim flutningum sem búast má við á svæðinu. Leitast skal við að hafa almenn umferðarsvæði og svæði vegna vöruflutninga aðskilin.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.2.3. gr.:
-
Á eftir c. lið 1. mgr. bætast við tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Frágangur gönguleiða að byggingum skal vera með þeim hætti að yfirborð þeirra henti ætlaðri umferð, t.d. með leiðarlistum fyrir blinda og sjónskerta, merkingum o.þ.h.
- Þar sem því verður við komið með hagkvæmum hætti skulu aðalgönguleiðir vera upphitaðar í fulla breidd gönguleiðar.
- e. liður 1. mgr., sem verður g. liður, orðast svo: Hallandi gönguleið að byggingu skal hafa láréttan hvíldarflöt við hverja 0,60 m hæðaraukningu. Hann skal vera a.m.k. 1,50 m að lengd og breidd, en 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil.
- f. liður 1. mgr., sem verður h. liður, orðast svo: Breidd gönguleiðar að byggingum skal vera að lágmarki 1,50 m, en 1,80 m við opinberar byggingar og þar sem vænta má mikillar umferðar. Þegar gönguleiðir eru styttri en 5 m er heimilt að breidd þeirra sé að lágmarki 1,30 m enda sé við enda þeirra flötur fyrir hjólastóla, a.m.k. 1,50 m x 1,50 m að stærð eða a.m.k. 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil.
7. gr.
6.2.4. gr. og 6.2.5. gr. falla brott og breytist númeraröð annarra greina 6.2. kafla í samræmi við það.
8. gr.
5. til 8. mgr. 6.2.6. gr., sem verður 6.2.4. gr., orðast svo:
Fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða á lóð íbúðarhúsa, annarra en sérbýlishúsa, skal að lágmarki vera skv. töflu 6.01. Þegar um fleiri íbúðir er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverjar byrjaðar 20 íbúðir.
Tafla 6.01 Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða
við íbúðarhús, önnur en sérbýlishús.
Fjöldi íbúða: | Bílastæði fyrir hreyfihamlaða: |
1-10 | 1 |
11-20 | 2 |
21-30 | 3 |
31-40 | 4 |
Við samkomuhús, s.s. kvikmyndahús, skemmtistaði, veitingastaði, leikhús, félagsheimili, íþróttamannvirki, ráðstefnusali, tónlistarsali eða aðrar slíkar byggingar skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða vera skv. töflu 6.02. Þegar sætafjöldi samkomuhúss er meiri bætist við eitt bílastæði fyrir hver byrjuð 300 sæti.
Tafla 6.02 Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við samkomuhús.
Fjöldi sæta: | Bílastæði fyrir hreyfihamlaða: |
1-100 | 1 |
101-200 | 2 |
201-300 | 3 |
301-400 | 4 |
401-500 | 5 |
501-700 | 6 |
701-900 | 7 |
901-1.100 | 8 |
1.101-1.300 | 9 |
1.301-1.500 | 10 |
Ef fjöldi bílastæða á lóð annarra bygginga en falla undir 5. og 6. mgr. er ákvarðaður í skipulagi skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða á lóð vera skv. töflu 6.03. Þegar um fleiri stæði er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hver byrjuð 200 stæði. Ætíð skal að lágmarki gera ráð fyrir einu stæði fyrir hreyfihamlaða.
Tafla 6.03 Aðrar byggingar. Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða
þar sem fjöldi almennra bílastæða er ákveðinn í skipulagi.
Fjöldi bílastæða: | Þar af fyrir hreyfihamlaða: |
1-9 | 1 |
10-25 | 2 |
26-50 | 3 |
51-75 | 4 |
76-100 | 5 |
101-150 | 6 |
151-200 | 7 |
201-300 | 8 |
Ef fjöldi bílastæða á lóð bygginga, annarra en falla undir 5. og 6. mgr., er ekki ákvarðaður í skipulagi skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða vera skv. töflu 6.04. Þegar um fleiri starfsmenn/gesti er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverja byrjaða 200 starfsmenn/gesti.
Tafla 6.04 Aðrar byggingar. Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða
þar sem fjöldi almennra stæða er ekki ákveðinn í skipulagi.
Fjöldi starfsmanna og gesta: | Bílastæði fyrir hreyfihamlaða: |
1-20 | 1 |
21-40 | 2 |
41-80 | 3 |
81-120 | 4 |
121-160 | 5 |
161-200 | 6 |
201-300 | 7 |
301-400 | 8 |
401-500 | 9 |
501-600 | 10 |
9. gr.
6.4.2. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
6.4.2. gr.
Inngangsdyr/útidyr og svala-/garðdyr.
Breidd og hæð inngangsdyra/útidyra, þ.m.t. svala- og garðdyra, skal vera þannig að fullnægt sé þörf vegna þeirrar umferðar sem gert er ráð fyrir í byggingu svo og þörf vegna rýmingar, sbr. 9. hluta þessarar reglugerðar.
Breidd hurðarblaða allra inngangsdyra/útidyra bygginga skal minnst vera 0,90 m og samsvarandi hæð minnst 2,10 m, enda sé þess gætt að hindrunarlaus umferðarbreidd sé ekki minni en 0,83 m.
Hindrunarlaus umferðarbreidd allra svala- og garðdyra skal minnst vera 0,80 m og samsvarandi hæð minnst 2,00 m.
Inngangsdyr/útidyr, þ.m.t. svala- og garðdyr, skulu þannig frágengnar að allir, þar með talið fólk í hjólastól, geti opnað þær án erfiðleika. Miða skal við að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N.
Þar sem gerð er krafa um algilda hönnun bygginga skal eftirfarandi uppfyllt:
- Utan við aðalinngang skal vera láréttur flötur, minnst 1,50 m x 1,50 m að stærð, utan opnunarsvæðis inngangsdyra/útidyra eða a.m.k. 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil.
- Gert skal ráð fyrir sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir inngangsdyr/útidyr í aðalumferðarleiðum. Þar sem rofi er fyrir opnunarbúnað skal hann vera í u.þ.b. 1,0 m hæð. Sé um að ræða hurð á lömum skal rofinn vera staðsettur skráarmegin við dyr og skal fjarlægð rofa frá næsta innhorni eða kverk vera a.m.k. 0,50 m. Ákvæði þetta gildir ekki um sérbýlishús eða inngangsdyr íbúða.
- Gera skal ráð fyrir a.m.k. 0,50 m hliðarrými skráarmegin utan við inngangsdyr/útidyr, sem athafnarými fyrir einstaklinga í hjólastól. Huga skal að nægjanlegu hliðarrými skráarmegin utan við svala- og garðdyr.
- Þröskuldur við inngangsdyr/útidyr og svala- og garðdyr skal ekki vera hærri en 25 mm. Hæðarmunur milli svæðis framan við inngangsdyr/útidyr og gólfs skal ekki vera meiri en 25 mm, að meðtalinni hæð á þröskuldi. Gólf svala og veranda má mest vera 100 mm lægra en gólf byggingar, að þröskuldi meðtöldum, að því tilskildu að skábraut sé komið fyrir að utanverðu upp að þröskuldi.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
10. gr.
6.4.3 gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
6.4.3. gr.
Dyr innanhúss.
Breidd og hæð innihurða skal vera þannig að fullnægt sé þörf vegna þeirrar umferðar sem gert er ráð fyrir innan byggingarinnar.
Hindrunarlaus umferðarbreidd allra dyra í byggingum þar sem krafist er algildrar hönnunar skal minnst vera 0,80 m og samsvarandi hæð minnst 2,00 m. Í öðrum byggingum skal hindrunarlaus umferðarbreidd dyra innanhúss vera að lágmarki 0,70 m og samsvarandi hæð minnst 2,00 m. Heimilt er að dyr séu minni í rýmum sem telja má sem innbyggða skápa, s.s. litla ræstiklefa, lítil tæknirými o.þ.h.
Dyr í byggingum skulu þannig frágengnar að allir, þar með talið fólk í hjólastól, geti opnað þær án erfiðleika. Miða skal við að átak við að opna hurð sé mest 25 N á handfangi og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N.
Dyr innan íbúða fyrir hreyfihamlaða skulu vera þröskuldslausar.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.4. gr.:
-
b.-e. liðir 4. tölul. 1. mgr. 6.4.4. gr. orðast svo:
- Utan við hurðir, á gangi eða svalagangi, skal vera hindrunarlaus flötur, minnst 1,50 m x 1,50 m eða minnst 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil. Heimilt er að víkja frá þessu við geymslur í sameign.
- Á göngum sem eru mjórri en 1,50 m skal vera mætingarsvæði hjólastóla, 1,50 m x 1,50 m að stærð með hæfilegu millibili miðað við þá umferð sem vænta má um ganginn. Þar sem umferð er mikil skal mætingarsvæði vera 1,80 m x 1,80 m.
- Innan íbúða skal tryggt fullnægjandi athafnasvæði fyrir hjólastól, minnst 1,50 m x 1,50 m framan við hurðir en a.m.k. 1,30 m x 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².
- Anddyri innan íbúða skulu vera með hindrunarlausu svæði sem er a.m.k. 1,50 m x 1,50 m að stærð en a.m.k. 1,30 m x 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².
- 2. tölul. 2. mgr. orðast svo: Á göngum og svalagöngum sem eru mjórri en 1,50 m skal vera mætingarsvæði hjólastóla með mest 10 m millibili, sbr. c. lið 4. tölul. 1. mgr.
12. gr.
Í stað orðanna "sbr. 6.4.11., 6.4.12. og 6.4.13. gr." í 6.4.5. gr. kemur: sbr. 6.4.11. og 6.4.12. gr.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.8. gr.:
- Í stað tölunnar "2,20" í 4. mgr. kemur: 2,10.
- 1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Breidd útitrappa að aðalinngangi bygginga skal vera a.m.k. 1,20 m með hindrunarlausa ganghæð a.m.k. 2,10 m.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6.4.11. gr.:
-
3. og 4. tölul. orðast svo:
- Þar sem skábraut kemur að útidyrum skal vera sléttur láréttur flötur utan opnunarsvæðis dyra, a.m.k. 1,50 x 1,50 m að stærð. Þar sem umferð er mikil skal flöturinn vera a.m.k. 1,80 m x 1,80 m að stærð.
- Þar sem jafnaður er hæðarmunur sem er meiri en 0,60 m skulu vera hvíldarpallar við a.m.k. hverja 0,60 m hækkun. Hvíldarpallur skal vera jafn breiður skábrautinni og a.m.k. 1,50 m að lengd eða 1,80 m þar sem umferð er mikil.
- Aftan við töluna "0,90" í 6. tölul. kemur: m.
15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.4.12. gr.:
- 4. málsl. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Umfang flatarins (virks svæðis) á hjólastólapallslyftu skal vera minnst 0,90 x 1,40 m og á stigalyftu fyrir hjólastól minnst 0,80 x 1,20 m.
- Í stað orðanna "0,90 m að breidd og 2,10 m" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,80 m að breidd og 2,00 m.
- Aftast í 5. tölul. 1. mgr. bætast við fjórir nýir málsl. svohljóðandi: Einnig er heimilt að víkja frá kröfu um lyftu í þriggja hæða íbúðarhúsi með fjórum íbúðum eða færri í þegar byggðu hverfi. Slíkt er þó eingöngu heimilt þegar um nýbyggingu er að ræða á lítilli lóð. Skilyrði er að krafa um lyftu leiði til verulegrar óhagkvæmni sökum þess að rýmisþörf hennar sé verulega mikil borin saman við annað rými íbúðarhússins. Skal hönnuður rökstyðja slíkt skriflega í greinargerð.
- Aftast í 7. tölul. 1. mgr. bætast við þrír nýir málsl. svohljóðandi: Þó er heimilt í þriggja hæða íbúðarhúsi að hafa minni lyftu að því tilskildu að hún henti til notkunar fyrir fólk í hjólastól. Sama gildir um lyftur í átta hæða íbúðarhúsi eða hærra að því tilskildu að a.m.k. ein lyfta uppfylli kröfur 1. málsl. Þegar vikið er frá kröfum 1. málsl. skal burðargeta lyftu vera að lágmarki 630 kg.
- Aftan við orðið "hjólastól" í 8. tölul. 1. mgr. kemur: og burðargeta þeirra vera að lágmarki 630 kg.
-
6. tölul. 2. mgr. orðast svo:
- Hindrunarlaust athafnasvæði fyrir hjólastóla og sjúkraflutninga framan við lyftu skal vera minnst 1,80 m að breidd meðfram lyftudyrum og lengd þess minnst 2,00 m. Þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði allt að þremur hæðum skal athafnasvæðið þó minnst vera 1,50 m að breidd meðfram lyftudyrum og lengd þess minnst 1,50 m.
- 8. tölul. 2. mgr. fellur brott.
16. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.3. gr.:
- Orðin "læsanlegir skápar fyrir geymslu á lyfjum og öðrum efnum hættulegum börnum" í 4. mgr. falla brott.
- 5. mgr. fellur brott.
17. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.6. gr.:
- 1. mgr. orðast svo: Lofthæð í íbúðarherbergjum og eldhúsi skal vera a.m.k. 2,50 m að innanmáli mælt frá fullfrágengnu gólfi að fullfrágengnu lofti.
- 5. mgr. orðast svo: Íbúðir í fjölbýlishúsum skulu njóta fullnægjandi birtuskilyrða og loftskipta. Þær skulu hafa að öllu jöfnu a.m.k. tvær gluggahliðar, nema íbúðir minni en 55 m², sbr. einnig 6.7.4. gr.
18. gr.
6.7.7. gr. orðast svo:
Eldhús íbúða skulu vera nægjanlega stór þannig að þar rúmist innréttingar af þeim gerðum sem henta stærð íbúða. Í þeim skal vera vaskur, eldavél, rými fyrir kæliskáp, viðeigandi vinnu- og geymslurými og aðstaða til að matast sé ekki gert ráð fyrir henni annars staðar í íbúðinni. Hönnuður skal rökstyðja skriflega að rýmið sé fullnægjandi að stærð miðað við áætlaðan fjölda íbúa.
Eldhús íbúðar skal loftræst í samræmi við ákvæði 10.2. kafla.
Í íbúðum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skal athafnarými framan við eldhúsinnréttingu ekki vera minna en 1,50 m að þvermáli eða sýnt fram á að unnt sé að breyta innréttingunni á þann veg.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.8. gr.:
- Orðin "né minna en 8 m² að flatarmáli" í 4. mgr. falla brott.
- 5. mgr. fellur brott.
-
a. og b. liðir 6. mgr., sem verður 5. mgr., orðast svo:
- Í a.m.k. einu svefnherbergi skal vera hindrunarlaust athafnarými ekki minna en 1,50 m að þvermáli við rúm og skáp, en ekki minna en 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².
- Í stofu skal vera hindrunarlaust athafnarými sem er ekki minna en 1,50 m að þvermáli, en ekki minna en 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.7.10. gr.:
- 1. mgr. orðast svo: Í hverri íbúð skal vera baðherbergi þar sem eru hreinlætistæki, hreinlætisaðstaða, salerni, baðaðstaða og handlaug. Hreinlætistækjum má koma fyrir í fleiri en einu herbergi og skal þá handlaug vera í þeim herbergjum þar sem eru salerni.
-
1. málsl. og a. liður 4. mgr. orðast svo: A.m.k. eitt baðherbergi í íbúðum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skal hannað þannig að það uppfylli eftirfarandi kröfur og skal hönnuður sýna fram á með greinargerð og/eða teikningu að það sé innréttanlegt á auðveldan hátt þannig að þær séu uppfylltar:
- Stærð herbergis skal vera nægjanleg og grunnflötur þannig skipulagður að hægt sé að koma við hindrunarlausu snúningssvæði, a.m.k. 1,50 m að þvermáli en a.m.k. 1,30 m að þvermáli í íbúðum minni en 55 m². Jafnframt skal vera unnt að koma við hindrunarlausu svæði, a.m.k. 0,90 m breiðu, öðrum megin salernis og a.m.k. 0,20 m að breidd hinum megin.
21. gr.
Í stað 2. og 3. mgr. 6.7.11. gr. kemur ein málsgrein sem orðast svo:
Í þvottaherbergi íbúðar skal vera hægt að koma fyrir þvottavél, þurrkara, ræstivaski og aðstöðu til að þurrka þvott. Heimilt er þó að víkja frá kröfu um ræstivask þegar þvottaherbergi er hluti af baðherbergi. Í íbúðum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skal stærð þvottaherbergis vera nægjanleg og grunnflötur þannig skipulagður að hægt sé að koma við hindrunarlausu snúningssvæði, a.m.k. 1,50 m að þvermáli en a.m.k. 1,30 m að þvermáli í íbúðum minni en 55 m².
22. gr.
5. málsl. 1. mgr. 6.7.12. gr. fellur brott og nýr málsliður bætist aftast við 1. mgr. sem orðast svo: Stærð herbergis skal vera nægjanleg og grunnflötur þannig skipulagður að hægt sé að koma við hindrunarlausu snúningssvæði, a.m.k. 1,50 m að þvermáli.
23. gr.
Tafla 6.05 í 2. mgr. 6.7.13. gr. verður svohljóðandi:
Tafla 6.05 Lágmarksstærð geymslu.
Stærð íbúðar (m²) | Lágmarksstærð geymslu (m²) |
75 og stærri | 6,0 |
65 - 74 | 5,0 |
55 - 64 | 4,0 |
45 - 54 | 3,0 |
Minni en 45 | 2,0 |
24. gr.
6.10.3. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
6.10.3. gr.
Hótel, gistiheimili og gistiskálar.
Öll gistiherbergi hótela, gistiheimila og gistiskála skulu vera með glugga á útvegg.
Eitt af hverjum tíu gistiherbergjum hótela, gistiheimila og gistiskála skal innréttað fyrir hreyfihamlaða þó aldrei færri en eitt. Önnur gistiherbergi eru þá undanþegin kröfu um algilda hönnun.
25. gr.
Í stað 1.- 4. mgr. 6.10.4. gr. koma tvær málsgreinar, svohljóðandi:
Innan stúdentagarða skal ein af hverjum tuttugu íbúðum og eitt af hverjum tuttugu herbergjum á heimavistum vera innréttanleg fyrir þarfir hreyfihamlaðra, þó aldrei færri en ein/eitt. Í þeim húsum þar sem ein eða fleiri íbúðir eða herbergi uppfylla ekki kröfur um baðherbergi fyrir hreyfihamlaða skal vera í hverju stigahúsi í sameign ein snyrting fyrir hreyfihamlaða með aðgengi beggja vegna salernis. Að öðru leyti skulu íbúðir fyrir námsmenn uppfylla kröfur reglugerðar þessarar um íbúðir.
Einstaklingsherbergi námsmanna á heimavistum gegnir hlutverki stofu, vinnu- og svefnaðstöðu. Það skal vera með baðherbergi. Því skal fylgja hæfilegt geymslurými í sameign, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjólageymsla. Jafnframt skal vera sameiginlegt eldhús og mataraðstaða fyrir að hámarki tólf herbergi, nema gert sé ráð fyrir sameiginlegu mötuneyti.
26. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6.11.1. gr.:
- Í stað orðsins "átta" í 4. mgr. kemur: tíu.
- b. liður 5. mgr. orðast svo: Hindrunarlaust umferðarmál allra dyra skal vera minnst 0,80 m breitt og hæð minnst 2,00 m.
- f. liður 5. mgr. orðast svo: Í einu herbergi, stofu, baðherbergi og í eldhúsi skal vera hindrunarlaust athafnarými, a.m.k. 1,50 m að þvermáli.
27. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8.5.2. gr.:
- Orðin "og gerð" í 2. mgr. falla brott.
- 5. mgr. orðast svo: Klemmifestingar með gúmmífóðringum eða sambærilegu má aðeins nota með hertu öryggisgleri og tryggja skal að glerið geti ekki runnið til og losnað úr festingum sínum við að þrýstingur milli fóðringa og glers minnkar með tímanum, t.d. með boltum. Séu festingar af þessum toga notaðar þar sem er fallhætta má aðeins nota hert samlímt öryggisgler.
28. gr.
3. mgr. 9.9.1. gr. orðast svo: Brunamótstöðu burðarvirkja má ákvarða með stöðluðu brunaferli, sbr. 9.9.3. gr., eða með útreikningum eftir náttúrulegu brunaferli, sbr. 9.9.5. gr.
29. gr.
Orðin "skal þak eða hluti þaks aldrei halla minna en 1:40 og" í 1. mgr. 10.5.3. gr. falla brott.
30. gr.
Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 11.1.2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er heimilt að fylgja ákvæðum reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða varðandi viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða fyrir íbúðarhúsnæði á verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum.
31. gr.
Orðin "og 6.4.13. gr." í 2. mgr. 14.11.1. gr. falla brott.
32. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 4. mgr. 24. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir, öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. mars 2014.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.