Fara beint í efnið

Prentað þann 7. des. 2021

Breytingareglugerð

278/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um rafrænar þinglýsingar, nr. 360/2019.

1. gr.

Á eftir orðunum "skilmálabreyting," í 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: skilmálabreyting vegna COVID-19, yfirlýsing um samþykki síðari veðhafa vegna COVID-19,.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðanna "með upplýsingum um ástæður þess" í 5. mgr. kemur: um afgreiðsluna.

3. gr.

Á eftir 8. gr. a reglugerðarinnar kemur ný grein, 8. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Framkvæmd þinglýsingar skilmálabreytinga vegna COVID-19.

Sá sem beiðist þinglýsingar á skilmálabreytingu vegna COVID-19 með rafrænni færslu, sbr. ákvæði til bráðabirgða III í þinglýsingalögum, tengist þinglýsingagátt með rafrænni auðkenningu. Meginatriði skjals þess sem breyta á skilmálum á eru sótt í þinglýsingagátt með uppflettingu á þinglýsingarnúmeri þess. Þegar staðreynt hefur verið að meginatriðin varði skjalið sem ætlunin er að skilmálabreyta, sendir rétthafi samkvæmt skjalinu beiðni um þinglýsingu á skilmálabreytingu í gegnum þinglýsingagáttina. Í beiðni um þinglýsingu skal koma fram:

  1. Þinglýsingarnúmer skilmálabreytta veðskjalsins,
  2. tætigildi þinglýsingar,
  3. tímalengd greiðslufrestunar,
  4. upplýsingar um þinglýsingarbeiðanda.

Með beiðninni skal fylgja skilmálabreyting vegna COVID-19 á PDF-formi, undirrituð rafrænt af skuldara. Einnig skal hún undirrituð af öðrum þeim sem lögum samkvæmt þurfa að samþykkja skilmálabreytinguna nema þegar liggi fyrir þinglýst yfirlýsing um slíkt samþykki.

Að öðru leyti en að ofan greinir fer um meðferð beiðni um þinglýsingu skilmálabreytingar vegna COVID-19 samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar.

4. gr.

2. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gagnvart þeim sem hafa aðgang að vefþjónustu þinglýsingagáttar skv. 3. gr. reglugerðarinnar og sinna eftirlitsskyldri starfsemi sem talin er upp í 1., 2. og 10. tölul. 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er gjalddagi þinglýsingargjalds sama dag og skjal er dagbókarfært með rafrænni færslu. Eindagi er tveimur virkum dögum síðar.

Verði þinglýsingargjaldið ekki greitt á eindaga ber að loka fyrir aðgang þinglýsingarbeiðanda að vefþjónustu þinglýsingagáttar þar til gjaldið hefur verið greitt að fullu. Vanefndir á greiðslu þinglýsingargjalds hafa ekki áhrif á meðferð beiðna um þinglýsingu með rafrænni færslu sem hafa verið dagbókarfærðar áður en lokað er fyrir aðgang að vefþjónustunni. Þegar krafan hefur verið efnd að fullu skal opnað fyrir þjónustu þinglýsingagáttarinnar á ný.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 5. gr. þinglýsingalaga, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 15. mars 2021.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.