Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 21. jan. 2021

278/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1255/2019, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2020.

1. gr.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:

Fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. desember 2020 er leyfilegur heildarafli sem hér segir (magn í lestum):

A B C
91.243 4.836 86.407
  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%).
  3. Fiskistofa úthlutar til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. mars 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.