Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Breytingareglugerð

266/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

1. gr. Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að kveða á um tímabundnar ráðstafanir sem gilda um vöruflutninga á vegum milli Evrópska efnahagssvæðisins og Bretlands í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

2. gr. Innleiðing.

Við 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1795 um breytingu á reglugerðum (ESB) 2019/501 og (ESB) 2019/502 að því er varðar gildistíma þeirra frá 24. október 2019, eins og hún er tekin upp í EES-samninginn, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 272/2019 frá 31. október 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 101, frá 19. desember 2019, bls. 201-203.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 11. gr., sbr. 34. gr. laga nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi og öðlast gildi þann dag er Bretland gengur úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 9. mars 2020.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.