Prentað þann 22. nóv. 2024
264/2024
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 223/2024 um hrognkelsaveiðar árið 2024.
1. gr.
Við 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skylt er að landa eftir hverja veiðiferð eða samdægurs og net eru dregin.
2. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Á tímabilinu 1. til 20. mars getur bátur gert eitt hlé á veiðum fram yfir 20. mars og hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum er þegar hafa verið nýttir. Tilkynna skal um hlé á veiðum til Fiskistofu með staðfestingu á því að öll net hafi verið dregin upp.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. 7. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 29. febrúar 2024.
F. h. r.
Benedikt Árnason.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.