Prentað þann 27. des. 2024
258/2021
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001.
1. gr.
1. tölul. 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Beingreiðslur greiðast samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Beingreiðslur miðast við greiðslumark lögbýlis. Gæðastýringargreiðslur skulu miðast við sömu framleiðsluforsendur og afurðatjónsbætur skv. 2. lið þessarar greinar. Ef niðurskurður fer fram skulu álagsgreiðslur vegna gæðastýringar þó aðeins greiddar að uppfyllt hafi verið skilyrði til slíkra greiðslna samkvæmt gildandi reglugerð þar um. Býlisgreiðslur skulu greiddar í samræmi við gripafjölda við niðurskurð. Þá skal greiddur svæðisbundinn stuðningur ef viðkomandi uppfyllir skilyrði fyrir slíkum greiðslum við niðurskurð. Um fyrirkomulag greiðslna gilda ákvæði reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt.
2. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. febrúar 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.