Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

258/2010

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 787, 21. desember 1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir orðinu "skammbyssum" í 3. gr., flokki D, 1. málslið kemur: eða rifflum.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:

a) Á eftir orðinu "skammbyssu" í fyrirsögn kemur: og riffli til iðkunar skotfimi.
b) Á eftir orðinu "skammbyssu" í 1. mgr. kemur: eða hálfsjálfvirkan riffil.
c) Á eftir orðinu "skammbyssu, þ.m.t. loftskammbyssu" í 2. mgr. kemur: og hálfsjálfvirkum riffli.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. vopnalaga nr. 16, 25. mars 1998, öðlast þegar gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 9. mars 2010.

Ragna Árnadóttir.

Skúli Þór Gunnsteinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.