Fara beint í efnið

Prentað þann 16. jan. 2025

Breytingareglugerð

256/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 12. gr. reglugerðarinnar:

Við greinina bætast tveir nýir töluliðir sem orðast svo:

6. Þjónustu vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar.

7. Vinnu við sérstök verkefni sveitarfélaga eða á ábyrgð þeirra, sem efnt er til með styrk Atvinnuleysistryggingasjóðs, til að fjölga atvinnutækifærum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði 7. tölul. fellur úr gildi 1. janúar 1997.

Fjármálaráðuneytinu, 24. apríl 1996.

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Hermann Jónasson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.