Fara beint í efnið

Prentað þann 4. jan. 2025

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 10. maí 1996 – 1. júlí 1996 Sjá núgildandi

255/1993

Reglugerð um vörugjöld af eldsneyti.

1. gr. Almennt vörugjald af bensíni.

Greiða skal í ríkissjóð 90% vörugjald af bensíni.

2. gr.

Af vörugjaldi skv. 1. gr. skulu 36% greidd við tollafgreiðslu, 20% innan 60 daga og 44% innan 90 daga talið frá komudegi flutningsfars.

3. gr. Sérstakt vörugjald af bensíni.

Auk vörugjalds skv. 1. gr. skal greiða sérstakt vörugjald - bensíngjald - af bensíni. Af blýlausu bensíni, skal greiða gjald sem nemur 22,40 kr. af hverjum lítra. Af öðru bensíni skal greiða gjald sem nemur 23,80 kr. af hverjum lítra.

Af blýlausu bensíni skal greiða gjald sem nemur 24,85 kr. af hverjum lítra. Af öðru bensíni skal greiða gjald sem nemur 26,41 kr. af hverjum lítra.

4. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal heimilt að gera bensíngjald upp miðað við sölu birgða. Frestur til greiðslu gjaldsins til innheimtumanns ríkissjóðs skal þó aldrei vera lengri en svo að það sé greitt áður en einn mánuður er liðinn frá lokum sölumánaðar.

5. gr.

Að því leyti sem eigi er kveðið á um gjaldskyldu, álagningu, úrskurð um flokkun til gjaldskyldu, samræmingu gjalda, eftirlit, innheimtu, vörslusviptingu, veð. uppboð, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi gjöld skv. reglugerð þessari skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum, laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, og laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., eftir því sem við getur átt, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

6. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., gildir frá 1. janúar 1994 og tekur til innflutnings á bensíni sem tekið er til tollafgreiðslu frá og með þeim degi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Hver sá, sem á eða hefur til umráða gjaldskyldar birgðir af bensíni hinn 1. júlí 1993 skal ótilkvaddur tilkynna það innheimtumanni fyrir 10. júlí 1993. Eigandi eða umráðamaður þess skal ótilkvaddur aðstoða við að kanna birgðir óski innheimtumaður slíkrar aðstoðar.

Innheimtumaður getur krafist upplýsinga frá innflytjendum bensíns og bensínsölum um sölu samkvæmt verslunarbókum til viðskiptamanna er fram fór fyrir 1. júlí 1993.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.