Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 18. mars 2021

254/2020

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 165/2020, um hrognkelsaveiðar árið 2020.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt bráðabirgðaákvæði sem orðast svo:

Frá og með 20. mars 2020 er heimilt að gera hlé á veiðum í að lágmarki 14 daga ef skipstjóri eða áhöfn verður fyrirskipað að fara í sóttkví eða einangrun til að hindra útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Öll net skulu dregin upp áður en hlé er gert á veiðum. Útgerðaraðili skips skal senda tilkynningu þess efnis ásamt vottorði til Fiskistofu á netfangið grasleppa@fiskistofa.is á upphafsdegi veiðihlés. Einnig skal tilkynna á sama netfang, með að minnst eins dags fyrirvara, hvenær veiðar hefjast á ný.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. mars 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þorsteinn Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.