Prentað þann 26. nóv. 2024
244/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1151/2014 um umdæmi sýslumanna.
1. gr.
Í stað "Ólafsvík" í lokamálsl. 2. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: Snæfellsbær.
2. gr.
Við 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sýslumaður getur átt samstarf við sveitarfélag um þjónustu útibús í sveitarfélaginu, enda felist ekki í því framsal á framkvæmd lögbundinna embættisverka sýslumanna.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. og 9. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 10. mars 2017.
Sigríður Á. Andersen
dómsmálaráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.