Prentað þann 10. apríl 2025
239/2022
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 427/2013, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu.
1. gr.
e-liður 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Hjálpartæki, þó ekki gleraugu, heyrnartæki eða tiltekin hjálpartæki sem Sjúkratryggingum Íslands ber að greiða styrki vegna, sbr. reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 29. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. mars 2022.
Heilbrigðisráðuneytinu, 25. febrúar 2022.
Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.
Guðlaug Einarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.