Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 31. mars 2020
Sýnir breytingar gerðar 31. mars 2020 af rg.nr. 271/2020

230/1992

Reglugerð um stjórnsýslumeðferð hjúskaparmála.

I. KAFLI Gildissvið.

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til mála sem sýslumenn fjalla um samkvæmt lögum um stofnun og slit hjúskapar og lögum um réttindi og skyldur hjóna.

II. KAFLI. Málaskrár, spjaldskrár og hjónaskilnaðabækur.

2. gr.

Sýslumaður skal halda sifjamálaskrá. Þar skal skrá öll mál sem hann fær til meðferðar, sbr. 1. gr. Hverju máli skal gefið númer í hlaupandi töluröð er miðist við ár hvert og það fært í málaskrána við móttöku.

Í málaskrána skal færa eftirtalin atriði:

  1. Númer máls.
  2. Móttökudag erindis.
  3. Upphaflegt númer máls, ef málið er sent frá öðrum sýslumanni.
  4. Nöfn hjóna.
  5. Að málið sé hjónaskilnaðarmál.
  6. Hvenær mál er sent öðrum sýslumanni, ef því er að skipta.
  7. Lyktir máls og dagsetningu.

Ef sifjamálaskrá er á tölvutæku formi, skal í lok hvers vinnudags taka öryggisafrit af skránni.

Sýslumaður skal, fyrir 10. dag hvers mánaðar, senda dómsmálaráðuneytinu afrit sifjamálaskrár undanfarandi mánaðar.

3. gr.

Sýslumaður skal halda spjaldskrá yfir aðila hjónaskilnaðamála. Skal skránni raðað í stafrófsröð eftir eiginnafni hvers málsaðila. Hvort hjóna skal skráð á sérstakt spjald með fullu nafni og kennitölu. Þar skal að auki greina fullt nafn og kennitölu hins hjóna, númer máls, hvort um er að ræða skilnað að borði og sæng eða lögskilnað og dagsetningu leyfisbréfs eða annarrar úrlausnar. Spjaldskrá þessa skal færa í einu lagi með spjaldskrá samkvæmt reglugerð um stjórnsýslumeðferð mála samkvæmt barnalögum.

4. gr.

Á hverju sýslumannsembætti skal haldin sérstök hjónaskilnaðabók.

5. gr.

Í bókum í hjónaskilnaðarbók skal jafnan greina eftirfarandi:

  1. Hvar og hvenær mál er tekið fyrir.
  2. Á hvaða embætti og af hverjum mál er tekið fyrir.
  3. Númer máls og nöfn hjóna.
  4. Hverjir eru mættir og eftir atvikum hvort mál sé tekið fyrir í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað samskiptatæki, sbr. 2. mgr. 9. gr.
  5. Kröfu um skilnað og við hvaða lagaákvæði hún styðst. Auk þess skilnaðarskilmála ef ekki er lagður fram samningur um skilnaðarkjör.
  6. Frásögn og afstöðu hjóna í skýru og stuttu máli, ef því er að skipta.
  7. Hvaða skjöl lögðliggja eru framfyrir, hvers eðlis þau eru og hvaða númer þau fá.
  8. Númer málskjala er liggja frammifyrir, ef því er að skipta, og hvers eðlis þau eru, hafi það ekki komið fram áður.
  9. Að leiðbeiningarskyldu hafi verið gætt og sættir reyndar, ef því er að skipta.
  10. Í niðurlagi bókunar að hún hafi verið lesin í heyranda hljóði, eftir atvikum í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað samskiptatæki og staðfest rétt ofaf hjónum eða umboðsmönnum þeirra með undirritun þeirra. Heimilt er að óska eftir undirritun eða staðfestingu málsaðila með rafrænum hætti.

III. KAFLI Umboð.

6. gr.

Umboðsmenn hjóna, ef því er að skipta, skulu hafa skriflegt umboð til erindarekstursins.

IV. KAFLI Málskjöl.

7. gr.

Öll skjöl sem lögð eru fram í máli eða berast með öðrum hætti skulu árituð um móttökudag og þeim gefið númer í áframhaldandi töluröð. Heimilt er að leggja fram sem eitt málskjal, skjalamöppu með skjölum, eða skjöl sem lest eru saman, ef henta þykir.

Sýslumaður skal leggja afrit bréfa sinna er málið varða með öðrum gögnum máls.

V. KAFLI Almennar reglur um meðferð ágreiningsmála.

8. gr.

Hafi sýslumaður samtímis til meðferðar tvö eða fleiri ágreiningsmál milli sömu hjóna á grundvelli hjúskaparlaga, svo sem um framfærslueyri meðan hjúskapur varir, um lífeyri með maka eftir skilnað að borði og sæng eða hvort hjóna skuli halda leigumála, skal leysa sjálfstætt úr hverju ágreiningsmáli fyrir sig.

9. gr.

Hjón skulu að jafnaði rökstyðja kröfur sínar skriflega.

 Ef sérstaklega stendur á að mati sýslumanns getur sýslumaður ákveðið að mál sé tekið fyrir í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað fjarskiptatæki enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara.

10. gr.

Hjón geta allt fram til þess að mál er úrskurðað breytt kröfum sínum eða gert nýjar kröfur og fært fram nýjar málsástæður, en það má eigi verða til að tefja úrlausn málsins verulega.

11. gr.

Sinni það hjóna, er krafa beinist gegn, ekki kvaðningu eða tilmælum sýslumanns, skal því sjálfu, ef unnt er, birt með sannanlegum hætti bréf sýslumanns þar sem gerð er grein fyrir helstu málavöxtum og kröfum, komi þessi atriði ekki fram í afritum (ljósritum) málskjala, eða endurriti úr hjónaskilnaðabók, sem kunna a verða látin fylgja með bréfinu. Því hjóna skal gefinn kostur á að tjá sig um mál skriflega eða að mæta á fund sýslumanns á ákveðnum tíma eða innan tilskilins frests, að höfðu samráði við sýslumann. Skal að jafnaði veittur vikufrestur frá birtingu bréfs til að sinna því.Í bréfinu skal gerð grein fyrir hverju það varði að sinna ekki kvaðningu eða tilmælum sýslumanns.

 Ef sérstaklega stendur á að mati sýslumanns getur sýslumaður ákveðið að aðila skuli gefinn kostur á að tjá sig um mál í gegnum síma, fjarfundarbúnað eða annað fjarskiptatæki í samræmi við 2. mgr. 9. gr.

12. gr.

Sinni það hjóna, er kröfu hefur uppi, ekki kvaðningu eða tilmælum sýslumanns, skal því send kvaðning að nýju, eða tilmælin áréttuð. Ef það hjóna sinnir ekki síðari kvaðningu eða tilmælum sýslumanns er sýslumanni heimilt að synja um úrlausn máls.

Synjun sýslumanns um að veita úrlausn skal vera skrifleg og skal afrit sent því hjóna er krafa beinist gegn, hafi því áður verið kynnt krafan.

VI. KAFLI Úrskurðir.

13. gr.

Úrskurður sýslumanns skal undirritaður í tveimur samhljóða eintökum, einu fyrir hvort hjóna. Afrit úrskurðar skal varðveitt með tryggilegum hætti á embætti sýslumanns.

Í úrskurði skal greina eftirfarandi atriði:

  1. Nöfn hjóna og kennitölu hvors um sig.
  2. Nafn barns eða nöfn barna og kennitölu þess eða þeirra, sem málið varðar.
  3. Kröfur hjóna í endanlegri mynd.
  4. Þau rök hjóna og málsá stæður sem skipta máli.
  5. Stutta og glögga lýsingu á málsatvikum.
  6. Rök og lagaatriði sem sýslumaður byggir úrskurð Sinn á.
  7. Niðurstöðu, er skal dregin saman í úrskurðarorði.
  8. Fullnustuúrræði, ef því er að skipta.
  9. Kæruheimild og kærufrest.
  10. Embættisheiti sýslumanns er úrskurðar í máli og dagsetningu úrskurðar.

14. gr.

Sýslumanni er óheimilt, nema lög mæli annan veg, að afhenda úrskurð öðrum en málsaðilum. Tryggingastofnun ríkisins skal þó ávallt látið í té afrit úrskurðarorðs um meðlag er stofnunin greiðir, sé þess óskað, ásamt upplýsingum um kennitölu og heimilisfang hvors aðila og barns eða barna. Ennfremur geta aðrir opinberir aðilar, eftir skriflegri rökstuddri beiðni, fengið afrit úrskurðar, ef nauðsyn þykir bera til, svo og aðrir aðilar er teljast hafa lögvarða hagsmuni of því.

VII. KAFLI Skilnaðarleyfi.

15. gr.

Skilnaðarleyfi skulu gefin út í tveimur samhljóða eintökum, einu fyrir hvort hjóna. Afrit leyfisbréfs skal varðveitt með tryggilegum hætti á embætti sýslumanns.

Í skilnaðarleyfi skal greina eftirfarandi atriði:

  1. Nöfn hjóna og kennitölu hvors um sig.
  2. Hvort hjóna hefur borið fram skilnaðarkröfu og við hvaða lagaákvæði krafan styðst. Sama á við ef hjónin óska bæði skilnaðar.
  3. Hvort óskað hafi verið skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar.
  4. Að sættir hafa verið reyndar, ef því er að skipta.
  5. Nöfn barns eða nöfn barna hjóna og kennitölu, ef því er að skipta, svo og hvernig forsjá þess eða þeirra er skipað og hvort sú skipan byggist á samningi, dómi, eða úrskurði dómsmálaráðuneytis. Hafi forsjármáli ekki verið ráðið til lykta skal þess getið hvar mál er til úrlausnar.
  6. Hvort hjón a skal inna meðlagsgreiðslur af hendi með barni eða börnum hjóna, ef um það er að ræða, og þá með hvaða barni eða börnum, upphafstíma,lok, fjárhæð og gjalddaga meðlags, svo og hvort meðlagsgreiðslur byggjast á samningi eða úrskurði.
  7. Hvort hjóna skal greiða lífeyri til hins, ef því er að skipta, og ef svo er, upphafstíma, fjárhæð og gjalddaga hans, svo og hvort lífeyrisgreiðslur byggjast á samningi eða úrskurði.
  8. Dagsetningu samnings um fjárskipti, ef því er að skipta. Þess gerist þó ekki þörf, sé um lögskilnað að ræða á grundvelli undanfarandi skilnaðar að borði og sæng með óbreyttum skilnaðarskilmálum.
  9. Að leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar sé vent með stoð í viðeigandi lagaheimild og með þeim skilmálum er greinir í leyfisbréfinu.
  10. Í leyfisbréfi til skilnaðar að borði og sæng, að hvorugu hjóna sé heimilt að ganga í hjúskap að nýju og að leyfi til skilnaðar að borði og sæng falli niður taki hjón upp samvistir að nýju.
  11. Í leyfisbréfi til lögskilnaðar, að aðilum sé óheimilt að ganga í hjúskap að nýju, fyrr en að liðnum tveimur mánuðum frá dagsetningu leyfisbréfs, nema þeir hafi fallið bréflega frá kæru.
  12. Embættisheiti sýslumanns er gefur út leyfisbréf og dagsetningu þess.

VIII. KAFLI Gildistaka.

16. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 81. gr. laga um stofnun og slit hjúskapar, nr. 60 29. maí 1972, og 88. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna, nr. 20 20. júní 1923, sbr. 16. og 18. gr. laga nr. 39 26. maí 1992 um hreytingu á nefndum lögum, öðlast gildi 1. júlí 1992.

 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. júní 1992 

 Þorsteinn Pálsson. 

 Drífa Pálsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.