Prentað þann 6. jan. 2025
229/2000
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:
a) Í stað orðanna "16 ára" í 1. ml. 2. mgr. kemur "18 ára".
b) Í stað orðanna "18 ára" í 2. ml. 2. mgr. kemur "20 ára".
c) Í stað orðanna "barna með lífshættulega sjúkdóma" í 2. ml. 2. mgr. kemur "barna í foreldrahúsum með lífshættulega sjúkdóma".
d) Í stað orðanna "16 ára" í 1. ml. 3. mgr. kemur "18 ára".
e) Í stað orðanna "18 ára" í 3. ml. 3. mgr. kemur "20 ára".
f) Í stað orðanna "barna með lífshættulega sjúkdóma" í 3. ml. 3. mgr. komi "barna í foreldrahúsum með lífshættulega sjúkdóma".
g) 4. ml. 3. mgr. fellur brott.
h) Tvær nýjar mgr., 4. og 5. mgr., bætast við og hljóða svo:
Enginn getur notið umönnunargreiðslna samtímis greiðslum í fæðingarorlofi vegna sama barns.
Ef réttur skapast til umönnunargreiðslna og örorkubóta vegna sama ungmennis er heimilt að velja þær bætur sem hærri eru.
2. gr.
Eftirfarandi breyting verði á 5. gr.:
a) 2. ml. 1. mgr. hljóðar svo:
Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að hækka bætur um allt að 25% eftir reglum sem tryggingaráð setur.
b) Ný mgr., 4. mgr., bætist við og hljóðar svo:
Heimilt er að fenginni umsókn að framlengja umönnunargreiðslur í allt að 6 mánuði eftir andlát langveiks eða fatlaðs barns sem notið hefur umönnunargreiðslna.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. gr. sbr. 13. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð með síðari breytingum og öðlast gildi 1. apríl 2000.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 15. mars 2000.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Sólveig Guðmundsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.