Fara beint í efnið

Prentað þann 3. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 1. júlí 2021

219/2020

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:

  1. Í flokknum 0419 Hjálpartæki til lyfjaskömmtunarverður eftirfarandi breyting:
    b-liður 1. mgr. verður svohljóðandi:

    1. 200/750/1100 stk. á 12 mánaða tímabili fyrir þá sem nota nema sem skannar/síritar blóðsykur og fá 200/750/1100 stk. blóðstrimla á sama tímabili.
  2. Í flokknum 0424 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga) verður eftirfarandi breyting:

    1. Á eftir "200/750" í 1. mgr. b-liðar kemur: /1100.
    2. Á eftir "4/15" í 1. mgr. b-liðar kemur: /22.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 28. febrúar 2020.

Svandís Svavarsdóttir.

Guðrún Sigurjónsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.