Prentað þann 16. mars 2025
205/2018
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 933/2017 um aðgerðir til að varna útbreiðslu plöntusjúkdóma.
1. gr.
5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Sóttvarnir í ræktun.
Ræktunar- og framleiðslustöðvar garðyrkjuafurða skulu viðhafa sóttvarnir til að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og tekur gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. febrúar 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Elísabet Anna Jónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.