Prentað þann 13. apríl 2025
204/2023
Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2325 um að fastsetja, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XIII. kafla III. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af III. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 40/2022, frá 4. febrúar 2022, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
-
FramkvæmdarreglugerðFramseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB)20212022/2325474 frá1617.desemberjanúar20212022 umaðbreytingufastsetja,ásamkvæmtII. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848, skrána yfir þriðju lönd og skrána yfir eftirlitsyfirvöld og eftirlitsaðila sem hafa verið viðurkennd skv. 2. og 3. mgr. 33. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 834/2007að því er varðarinnflutningsértækar kröfur um framleiðslu og notkun á ungplöntum sem eru ekki lífrænt ræktaðar, ungplöntum í aðlögun og lífrænt ræktuðumvörumungplöntuminnogíöðruSambandiðplöntufjölgunarefni. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 294/2022, frá 9. desember 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr.188, frá1726.marsjanúar20222023, bls.84293.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli og II. kafla laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.
Matvælastofnun er heimilt að framselja opinbert eftirlit með lífrænni framleiðslu og merkingu lífrænna vara til faggildra vottunarstofa, sbr. 23. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, með síðari breytingum.
Eftirlit með smásölu lífrænna vara er í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, sbr. 6. gr. k laga nr. 93/1995, um matvæli.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 27. febrúar 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Iðunn María Guðjónsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.