Prentað þann 21. nóv. 2024
200/1999
Reglugerð um starfsábyrgðartryggingar lögmanna.
1. gr.
Ábyrgðartrygging sem lögmanni er skylt að hafa samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga um lögmenn, nr. 77/1998, skal að lágmarki vera kr. 15.850.000 vegna hvers tryggingartímabils.
Heimilt er að ákveða hámark eigin áhættu vátryggingartaka allt að kr. 5.000.000 vegna einstaks tjónsatburðar.
2. gr.
Lögmaður uppfyllir tryggingarskyldu sína annað hvort með því að kaupa vátryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi eða með ábyrgðartryggingu banka eða sparisjóðs sem hefur starfsleyfi samkvæmt 4. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði, nr. 113/1996, eða erlends banka eða sparisjóðs sem hefur útibú eða starfsstöð hér á landi í samræmi við ákvæði XI. kafla laga nr. 113/1996.
3. gr.
Þegar tveir eða fleiri lögmenn starfa saman með sameiginlega starfsstofu teljast þeir fullnægja tryggingarskyldu sinni með því að leggja fram sameiginlega tryggingu enda sé lögð fyrir Lögmannafélag Íslands yfirlýsing um óskipta bótaábyrgð. Lágmark skal þá hækka um 10% fyrir hvern lögmann umfram einn.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 25. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur um starfsábyrgðartryggingar lögmanna nr. 657/1995.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 15. mars 1999.
Þorsteinn Pálsson.
Björn Friðfinnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.