Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

199/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl., nr. 787/1998.

1. gr.

Á eftir 43. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 43. gr. a., svohljóðandi:

Skotvopn sem heimilt er að flytja inn til landsins á grundvelli undanþágu í 7. mgr. 5. gr. laganna skulu hafa ótvírætt söfnunargildi vegna aldurs þeirra eða tengsla við sögu landsins. Skal skotvopnið uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Vopnið verður að hafa ótvíræða, sannanlega tengingu við hernámsliðið á Íslandi í síðari heimstyrjöld. Þannig þarf vopnið t.d. að sjást á ljósmyndum frá Íslandi eða fyrirliggjandi séu aðrar óvéfengjanlegar sannanir um að það hafi verið í notkun hernámsliðanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Þessi tenging er bundin við íslenska grund, ekki loft eða haf í kringum Ísland.
  2. Vopnið verður að vera í óbreyttri mynd frá því sem það var á hernámstíma. Því má ekki hafa verið breytt að því marki sem hefur áhrif á útlit, virkni eða notkunarmöguleika.
  3. Hámarkshlaupvídd þeirra safnvopna sem leyft er að flytja inn er 45 cal. eða 11,5 mm.
  4. Vopnið má ekki vera alsjálfvirkt.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 8. mgr. 5. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 28. febrúar 2023.

Jón Gunnarsson.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.