Prentað þann 22. des. 2024
197/2006
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1095/2005 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður.
1. gr.
Á eftir 19. gr. bætist við svofellt bráðabirgðaákvæði:
Ákvæði til bráðabirgða:
Þeir sem sótt hafa námskeið í fyrri hluta prófraunar samkvæmt eldri reglugerð nr. 774 frá 18. október 2000, sbr. reglugerð nr. 26 frá 3. janúar 2005, hafa rétt til að ljúka fyrri hluta prófraunar samkvæmt þeirri reglugerð, eftir því sem kveðið var á um í 2. mgr. 8. gr. og 10. gr. hennar, enda hljóti þeir a.m.k. 5,0 í einkunn í hverri prófgrein og a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr öllum prófgreinum. Um síðari hluta prófraunar og verklega prófraun, svo og um önnur atriði, gildir þessi reglugerð, að öðru leyti en því að þeir, sem lokið hafa fyrri hluta prófraunar samkvæmt þessu ákvæði, þurfa ekki að sækja námskeið í réttindum og skyldum lögmanna, sbr. 6. tölul. 5. gr.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga um lögmenn nr. 77 15. júní 1998, sbr. 5. gr. laga nr. 93/2004 öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 22. febrúar 2006.
Björn Bjarnason.
Bryndís Helgadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.