Fara beint í efnið

Prentað þann 10. jan. 2025

Stofnreglugerð

188/2023

Reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa.

I. KAFLI Markmið og gildissvið.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja nauðsynlegar verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa með tilliti til fiskveiða, líffræðilegrar fjölbreytni, verndunar vistkerfa og varúðarnálgunar.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir fyrir öll fiskiskip í íslenskri fiskveiðilandhelgi, um þau hafsvæði þar sem lokað hefur verið fyrir veiði eða veiði takmörkuð með tilliti til veiðarfæra.

II. KAFLI Stjórnvöld.

3. gr. Hlutverk stjórnvalda.

Fiskistofa og Landhelgisgæsla Íslands hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar, að ekki séu stundaðar veiðar á svæðum og með veiðarfærum þar sem það er óheimilt.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sinnir rannsóknum og vöktunum á viðkvæmum hafsvæðum og botnvistkerfum innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Skal stofnunin veita ráðherra ráðgjöf um þau svæði þar sem stofnunin telur nauðsynlegt að loka fyrir eða takmarka veiðar, að jafnaði á fimm ára fresti.

III. KAFLI Skipstjórnarmenn.

4. gr. Skyldur skipstjórnarmanna.

Skipstjórnarmenn veiðiskipa, sem hafa veiðileyfi í atvinnuskyni samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða, eða sérveiðileyfi, skulu kynna sér, þekkja og fylgja reglum um verndarráðstafanir, um lokun eða takmarkanir svæða.

5. gr. Tilkynningar.

Þeir sem verða þess varir að þeir hafi brotið reglur um verndarráðstafanir, um veiðar innan svæða þar sem gilda lokanir eða takmarkanir, skulu tafarlaust hætta þar veiðum og tilkynna Fiskistofu eða Landhelgisgæslu Íslands um viðburðinn. Það sama á við um ef aðilar verða þess varir að önnur skip hafi brotið reglur um verndarráðstafanir þessar.

IV. KAFLI Hafsvæði með banni eða veiðitakmörkunum.

6. gr. Almennt um hafsvæði.

Í fiskveiðilandhelgi Íslands eru skilgreind hafsvæði samkvæmt þessari reglugerð þar sem annars vegar er óheimilt að stunda veiðar með veiðarfærum sem hafa verulega neikvæð áhrif á og snerta hafsbotninn og hins vegar veiðar sem háðar eru öðrum takmörkunum. Sjá kort 1-5 í viðauka með reglugerðinni.

7. gr. Verndun lítt raskaðra hafsvæða.

Allar veiðar, nema handfæraveiðar og veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót, eru óheimilar á eftirfarandi svæðum:

  1. Fyrir Vesturlandi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 65°36,00´N - 26°35,00´V
    2. 65°29,00´N - 26°46,00´V
    3. 64°38,00´N - 26°46,00´V
    4. 64°38,00´N - 26°40,00´V
    5. 64°00,50´N - 26°07,66´V
    6. 63°53,00´N - 26°13,00´V
    7. 63°50,00´N - 26°09,00´V
    8. 63°50,00´N - 25°40,00´V
    9. 63°53,00´N - 25°07,00´V
    10. 63°38,00´N - 25°45,00´V
    11. 63°26,77´N - 25°23,25´V
    12. 63°21,95´N - 25°39,65´V
    13. 63°24,00´N - 25°45,00´V
    14. 63°35,00´N - 26°06,00´V
    15. 63°45,00´N - 26°17,00´V
    16. 63°53,00´N - 26°32,00´V
    17. 64°25,00´N - 26°58,00´V
    18. 64°55,00´N - 27°14,00´V
    19. 65°26,00´N - 27°16,00´V
    20. 65°36,00´N - 26°55,00´V
  2. Norðaustur af Horni. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 66°45,30´N - 21°45,00´V
    2. 67°02,95´N - 21°45,00´V
    3. 67°06,50´N - 20°48,50´V
    4. 67°04,00´N - 20°42,00´V
    5. 66°50,00´N - 20°56,17´V
    6. 66°50,00´N - 21°08,48´V
    7. 66°39,87´N - 21°19,02´V
  3. Fyrir Norðausturlandi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 66°36,39´N - 13°57,27´V
    2. 66°40,53´N - 13°47,16´V
    3. 66°37,71´N - 13°37,58´V
    4. 66°31,81´N - 13°42,41´V
    5. 66°29,29´N - 13°39,41´V
    6. 66°38,28´N -13°10,60´V
    7. 66°48,28´N - 13°28,79´V
    8. 66°48,29´N - 13°47,64´V
    9. 66°55,07´N - 14°01,34´V
    10. 66°41,16´N - 14°13,96´V
    11. 66°41,20´N - 14°14,20´V
    12. 66°51,80´N - 15°52,75´V
    13. 66°43,80´N - 15°56,10´V
    14. 66°41,10´N - 15°29,00´V
    15. 66°36,70´N - 14°48,80´V
    16. 66°33,10´N - 14°17,70´V
    17. 66°32,30´N - 14°14,45´V
    18. 66°31,10´N - 14°11,00´V
    19. 66°36,46´N - 13°57,59´V
    20. 66°36,39´N - 13°57,27´V

8. gr. Verndun kóralsvæða.

Allar veiðar, nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót, eru óheimilar á eftirfarandi svæðum:

  1. Út af Reynisdjúpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°13,90´N - 18°44,00´V
    2. 63°13,90´N - 18°46,60´V
    3. 63°15,10´N - 18°50,00´V
    4. 63°14,30´N - 18°53,00´V
    5. 63°13,70´N - 18°49,70´V
    6. 63°13,40´N - 18°44,30´V
    7. 63°13,90´N - 18°44,00´V
  2. Í Skaftárdjúpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°11,40´N - 17°57,00´V
    2. 63°11,10´N - 17°57,00´V
    3. 63°11,10´N - 17°53,40´V
    4. 63°12,60´N - 17°46,70´V
    5. 63°12,60´N - 17°50,00´V
    6. 63°11,40´N - 17°54,50´V
    7. 63°11,40´N - 17°57,00´V
  3. Í Skaftárdjúpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°11,00´N - 18°00,00´V
    2. 63°10,45´N - 18°00,00´V
    3. 63°10,30´N - 17°52,00´V
    4. 63°12,80´N - 17°38,00´V
    5. 63°13,40´N - 17°38,00´V
    6. 63°10,80´N - 17°54,00´V
    7. 63°11,00´N - 18°00,00´V
  4. Í Skeiðarárdýpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°16,25´N - 17°09,52´V
    2. 63°15,11´N - 17°09,05´V
    3. 63°17,33´N - 16°58,07´V
    4. 63°17,31´N - 16°55,19´V
    5. 63°17,48´N - 16°50,38´V
    6. 63°18,26´N - 16°47,33´V
    7. 63°20,16´N - 16°48,00´V
    8. 63°20,09´N - 16°55,30´V
    9. 63°18,01´N - 17°01,55´V
    10. 63°16,25´N - 17°09,52´V
  5. Við Hornafjarðardjúp. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°36,27´N - 14°48,52´V
    2. 63°36,70´N - 14°42,50´V
    3. 63°37,54´N - 14°41,75´V
    4. 63°37,22´N - 14°47,50´V
    5. 63°36,66´N - 14°48,52´V
    6. 63°36,27´N - 14°48,52´V
  6. Við Hornafjarðardjúp. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°37,00´N - 14°33,00´V
    2. 63°35,00´N - 14°39,00´V
    3. 63°35,00´N - 14°50,00´V
    4. 63°35,70´N - 14°50,00´V
    5. 63°35,70´N - 14°45,00´V
    6. 63°37,00´N - 14°39,30´V
    7. 63°38,00´N - 14°36,00´V
    8. 63°37,00´N - 14°33,00´V
  7. Í Lónsdýpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°56,53´N - 14°00,29´V
    2. 63°55,56´N - 13°58,45´V
    3. 63°52,46´N - 13°54,48´V
    4. 63°49,45´N - 14°04,44´V
    5. 63°54,20´N - 14°07,41´V
    6. 63°56,53´N - 14°00,29´V
  8. Út af Lónsdýpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°46,54´N - 14°04,54´V
    2. 63°47,05´N - 13°59,05´V
    3. 63°48,24´N - 13°51,26´V
    4. 63°49,40´N - 13°49,15´V
    5. 63°50,48´N - 13°48,07´V
    6. 63°51,55´N - 13°46,34´V
    7. 63°52,27´N - 13°45,32´V
    8. 63°52,56´N - 13°45,01´V
    9. 63°54,15´N - 13°42,59´V
    10. 63°54,10´N - 13°40,24´V
    11. 63°49,33´N - 13°43,33´V
    12. 63°47,03´N - 13°48,06´V
    13. 63°45,21´N - 14°03,30´V
    14. 63°46,54´N - 14°04,54´V
  9. Út af Papagrunni. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°57,70´N - 13°33,50´V
    2. 63°59,43´N - 13°27,12´V
    3. 63°58,00´N - 13°25,40´V
    4. 63°56,50´N - 13°30,20´V
    5. 63°57,70´N - 13°33,50´V
  10. Í Rósagarði. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°28,35´N - 13°16,40´V
    2. 63°28,35´N - 12°58,60´V
    3. 63°32,50´N - 12°54,60´V
    4. 63°32,50´N - 13°20,50´V
    5. 63°25,80´N - 13°20,50´V
    6. 63°25,80´N - 13°18,90´V
    7. 63°28,35´N - 13°16,40´V
  11. Út af Faxadjúpi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°35,00´N - 26°06,00´V
    2. 63°42,50´N - 26°28,60´V
    3. 63°53,64´N - 26°40,19´V
    4. 63°54,10´N - 26°37,33´V
    5. 63°51,90´N - 26°35,48´V
    6. 63°49,60´N - 26°30,89´V
    7. 63°45,00´N - 26°17,00´V
    8. 63°35,00´N - 26°06,00´V

9. gr. Verndun sérstakra botnvistkerfa á hafsbotni.

Allar veiðar, nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót, eru óheimilar á eftirfarandi svæðum:

  1. Suðvestur af Reykjanesi (Steinahólsþyrpingin). Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 63°03,36´N - 24°55,51´V
    2. 63°12,34´N - 24°23,67´V
    3. 63°10,40´N - 24°21,97´V
    4. 63°08,00´N - 24°24,56´V
    5. 63°06,00´N - 24°25,70´V
    6. 63°03,00´N - 24°32,10´V
    7. 63°01,50´N - 24°37,50´V
    8. 63°00,40´N - 24°37,85´V
    9. 62°58,95´N - 24°41,00´V
    10. 62°58,70´N - 24°44,70´V
    11. 63°03,36´N - 24°55,51´V
  2. Vestur af Snæfellsnesi (Mardöll og systurfjall). Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 64°41,98´N - 29°29,45´V
    2. 64°58,12´N - 28°49,11´V
    3. 64°51,85´N - 28°32,51´V
    4. 64°31,85´N - 29°04,33´V
  3. Kantur út af Vestfjörðum. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

    1. 66°11,72´N - 26°16,83´V
    2. 66°16,36´N - 26°27,70´V
    3. 66°31,50´N - 25°44,00´V
    4. 66°31,50´N - 25°38,40´V
    5. 66°42,00´N - 25°07,00´V
    6. 66°44,50´N - 25°06,57´V
    7. 66°55,17´N - 25°03,18´V
    8. 67°01,52´N - 24°49,23´V
    9. 67°02,41´N - 24°24,54´V
    10. 66°57,79´N - 24°29,67´V
    11. 66°57,53´N - 24°39,95´V
    12. 66°54,98´N - 24°47,84´V
    13. 66°48,21´N - 24°55,24´V
    14. 66°42,78´N - 24°54,35´V
    15. 66°11,72´N - 26°16,83´V

V. KAFLI Ýmis ákvæði.

10. gr. Viðurlög.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum 15.-21. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

11. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Jafnframt falla úr gildi reglugerð nr. 959/2019, um friðunarsvæði við Ísland, og reglugerð nr. 942/2016, um verndun kóralsvæða út af Suður- og Suðausturlandi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Matvælaráðuneytinu, 21. febrúar 2023.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.