Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 18. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. okt. 2021

188/2014

Reglugerð um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski.

1. gr.

Meðaflaskilja er útbúnaður úr grind eða grindum, sem komið er fyrir í flotvörpu við veiðar á uppsjávarfiski í þeim tilgangi að flokka meðafla frá þannig að hann skiljist lifandi á togdýpi úr vörpunni. Meðaflaskilju skal komið fyrir framan við poka vörpunnar og skal ekki hafa áhrif á uppsetningu og eiginleika vörpunnar að öðru leyti.

2. gr.

Rimabil skal ekki vera meira en 55 mm að innanmáli á milli rima (meðaltal tíu mælinga). Grind(ur) skulu festar við yfirbyrði, hliðarbyrði og undirbyrði þannig að hvergi sé opið aftur í poka milli grinda og nets. Séu grindur skiljunnar fleiri en ein, skal hvergi vera meira bil milli einstakra grinda en 55 mm. Sleppigat skal vera þar sem aftasti hluti skilju kemur við netbyrði. Sleppigat skal ekki vera minna en 1/3 af breidd netbyrðis en aldrei minna en 50 sm. Heimilt er að nota nethlíf yfir sleppigati. Skal nethlíf vera að lágmarki 1/5 hluta breiðari en byrðin sem sleppigatið er á. Skal hlífin fest við leisin og ekki ná lengra aftur fyrir sleppigatið en þrjá metra.

3. gr.

Ef skyndilokanir eða reglugerðaákvæði vegna flotvörpuveiða á uppsjávarfiski á ákveðnum svæðum eru bundnar því skilyrði, að varpan skuli vera útbúin með meðaflaskilju, er eingöngu heimilt að nota þær skiljur sem falla undir lýsinguna í 2. gr.

4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sbr. 16.-17. gr. sömu laga.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 505/2006, um gerð og búnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.