Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Breytingareglugerð

185/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 340/2017, um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu.

1. gr.

B-liður 1. mgr. 98. gr. reglugerðarinnar um breytingu á samningi á gildistíma orðist svo:

Þegar um er að ræða viðbótarverk, -þjónustu eða vörur, án tillits til verðmætis þeirra, sem hafa orðið nauðsynleg og voru ekki hluti af upphaflegum innkaupum enda myndi breyting á fyrirtæki valda kaupanda verulegu óhagræði eða talsverði tvítekningu vegna tæknilegra eða fjárhagslegra ástæðna.

2. gr.

Reglugerðin er sett með heimild í 2. mgr. 9. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 5. febrúar 2024.

F. h. r.

Jón Gunnar Vilhelmsson.

Hrafn Hlynsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.