Fara beint í efnið

Prentað þann 19. jan. 2022

Stofnreglugerð

179/2008

Reglugerð um framkvæmd reglugerða nr. 446/2005 og nr. 511/2005, að því er varðar ráðstafanir gegn tilteknum sjúkdómum í eldisdýrum.

1. gr. Skilyrði fyrir því að yfirráðasvæði teljist laust við sjúkdóma.

Í I. kafla I. viðauka við þessa reglugerð er mælt fyrir um þau skilyrði sem ber að uppfylla áður en yfirráðasvæði telst laust við einn eða fleiri af þeim sjúkdómum sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

2. gr. Yfirráðasvæði sem teljast laus við sjúkdóma.

Yfirráðasvæðin, sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka við þessa reglugerð, teljast laus við sjúkdómana sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

3. gr. Viðmiðanir fyrir varnar- og útrýmingaráætlanir.

Í I. kafla II. viðauka við þessa reglugerð er mælt fyrir um þær viðmiðanir sem aðildarríkin skulu beita samkvæmt varnar- og útrýmingaráætlun með tilliti til eins eða fleiri þeirra sjúkdóma sem eru tilgreindir í III. skrá í 1. dálki, viðauka A við reglugerð nr. 446/2005 og reglugerð nr. 511/2005.

4. gr. Samþykki fyrir varnar- og útrýmingaráætlunum.

Samþykktar eru varnar- og útrýmingaráætlanir fyrir yfirráðasvæðin, sem eru tilgreind í II. kafla II. viðauka við þessa reglugerð.

5. gr. Viðbótarábyrgðir.

  1. Lifandi eldisfiskur ásamt hrognum og sviljum, sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka, skulu vera í samræmi við þær ábyrgðir, þ.m.t. ábyrgð á umbúðum og merkingum, og þær sértæku viðbótarkröfur, sem mælt er fyrir um í heilbrigðisvottorðinu, sem er útbúið í samræmi við fyrirmyndina í III. viðauka, að teknu tilliti til skýringa í IV. viðauka.
  2. Kröfurnar, sem mælt er fyrir um í 1. mgr., gilda ekki um hrogn til manneldis sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka.
  3. Halda skal viðbótarábyrgðum þegar kröfum, sem mælt er fyrir um í V. viðauka, er fullnægt.

6. gr. Flutningar.

Lifandi eldisfisk ásamt hrognum og sviljum, sem eru flutt á yfirráðasvæðin sem eru tilgreind í II. kafla I. viðauka eða II. kafla II. viðauka, skal flytja við skilyrði sem valda ekki breytingu á heilbrigðisástandi eða tefla heilbrigðisástandi þeirra í tvísýnu á viðtökustað.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar. Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2004/453 frá 29. apríl 2004. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.